Annað opna hús vetrarins verður haldið í Leikhúsinu næstkomandi föstudag, 20. nóvember, og hefst kl. 20.30. Að þessu sinni ætlum við að snúa aftur til fortíðar, sýnd verða myndskeið úr nokkrum sýningum félagsins frá um 1990 og síðar. Einnig verða gamlar ljósmyndir og leikskrár úr fyrri verkum til sýnis. „Gamlir félagar“ eru því sérstaklega hvattir til að koma og hafa með sér myndir og annað minnisvert úr starfinu.

Við verðum með heitt á könnunni og gos til sölu en allir eru hvattir til að hafa eitthvað gómsætt með sér til að leggja á sameiginlegt kaffiborð.
Stefnt er að því að hafa slík opin hús að jafnaði mánaðarlega en þeim er ætla að efla félagsandann og gefa fólki tækifæri á að koma saman og spjalla.