Vegna mikillar aðsóknar verður aukasýning á Gutta og félögum sunnudaginn 3. mars kl. 16.00. Uppselt er á sýningar laugardaginn 2. og 3. mars kl. 14.00.
Gutti og félagar er byggt á Guttavísum og fleiri kvæðum Stefáns Jónssonar. Verkið er eftir Örn Alexandersson en hann er jafnframt leikstjóri. Flestir sem komnir eru á fullorðinsár þekkja vísurnar um óþekktarangann Gutta og prakkarastrik hans en Gutti er einmitt aðalpersónan í leiksýningunni ásamt félögum sínum úr hverfinu. Aðrar persónur úr kveðskap Stefáns sem allir þekkja, svo sem Óli Skans og Vala kona hans, Ranka sem var rausnarkerling, Pennastokkur læknir og fleiri koma einnig við sögu.
Miða er hægt að kaupa á www.midakaup.is eða með því að senda póst á midasala@kopleik.is.