Flokkur: Fréttir

Ferðin til Limbó

Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekkasta verkið í laginu Sé tunglið allt út tómum osti. Miðasala er á Tix.is. Leikarar og aðstandendur sýningar eru: Maggi mús: Gisli Björn Heimisson Malla mús:...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2023

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2023 verður haldinn 6. júní kl. 19.30 í Leikhúsinu að Funalind 2. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Nýir og gamlir félagar hvattir til að mæta. Tillögur að lagabreytingum: Félagar 67 ára og eldri eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda. – falli út. Eftirfarandi bætist í lögin: Stjórn skipa þrír menn og þrír til vara. Stjórn skipa fimm aðilar og þrír til vara. Formaður er kosin sérstaklega til eins árs. Annað árið skal kjósa tvo aðila, hitt árið tvo. LK er óheimilt að selja eða veðsetja fasteignina sína að Funalind 2, Kópavogi, án samþykkis bæjarstjórnar Kópavogs og skal þessari...

Read More

Þjófar og lík – Aukasýningar

Aukasýningar verða á tvíleiknum Þjófum og líkum hjá leikfélaginu nú í febrúar og mars.  Um er að ræða einþáttungana Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði og Lík til sölu eftir Dario Fo. Hægt er að kaupa miða hér.  Nánari upplýsingar um sýninguna eru...

Read More

Leiklistarnámskeið hefst 23. janúar

Þann 23. janúar hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 20 ára. Námskeiðsgjald er 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 3.000 kr. Aldurstakmark er 21 ár. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 5.000 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 23. janúar...

Read More

Stjörnuljósakvöld 2023

Leikfélag Kópavogs heldur árlegt Stjörnuljósakvöld í Leikhúsinu Funalind lau. 7. janúar. Félagsmenn, vinir og velunnarar velkomnir. Húsið opnar kl. 19.30. Þessi árlegi viðburður markar afmæli félagsins sem er 5. janúar en í ár er félagið 76 ára. Stjörnuljósakvöld hefur fallið niður vegna Covvid tvvö ár í röð og sannarlega kominn tími til að bæta úr því.  Dagskrá er óformleg og er gestum velkomið að troða upp með atriði en annars er áherslan á samveru, ást og gleði.  Mætum og gleðjumst saman á nýju...

Read More

Þjófar og lík eftir Dario Fo

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítalskri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Leikþættirnir eru:   Lík til sölu Leikstjórn: Örn Alexandersson Persónur og leikendur: Sá hífaði – Guðný Sigurðardóttir Faðirinn – Ellen Dögg Sigurjónsdóttir Marco – Þórdís Sigurgeirsdóttir María – Birgitta Björk...

Read More

Kynningarfundur leikfélagsins

Leikfélag Kópavogs heldur kynningu á dagskrá vetrarins og starfinu almennt fim. 16. sept. kl. 20.00 í Leikhúsinu að Funalind 2. Nýir meðlimir sérstaklega boðnir velkomnir. Hér má finna staðsetningu...

Read More

Nýliðanámskeið í nóvember

Í nóvember hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 20 ára. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Námskeiðið hefst mánudaginn 1. nóvember og eru námskeiðstímar sem hér...

Read More

Rúi og Stúi snúa aftur

Barnaleikritið Rúi og Stúi var frumsýnt síðastliðinn vetur í Leikhúsinu í Kópavogi en hætta þurfti sýningum í miðju kafi vegna Covid-19. Leikfélagið tekur nú upp þráðinn að nýju og fyrsta sýning verður 25. sept. næstkomandi. Rúi og Stúi hafa smíðað vél sem getur allt. Hún getur búið til hluti, gert við hluti, gert afrit af hlutum og jafnvel gert nákvæma styttu af bæjarstjóranum. Eða hvað? Vélin bilar, bæjarstjórinn hverfur og dularfull kráka og enn dularfyllri stórþjófur koma öllu í uppnám. Hvað er til ráða annað en að baka sjálfur jólaköku? Fær Bergsteinn aðstoðarmaður sinn ástkæra bæjarstjóra aftur? Tekst Rúa...

Read More

Rúi og Stúi fara í frí

Af óviðráðanlegum orsökum verða ekki fleiri sýningar á Rúa og Stúa nú í vor. Verið er að kanna möguleika á sýningum í haust.  Þeir sem hafa þegar greitt miða fá þá að sjálfsögðu endurgreidda. Viðkomandi eru beðnir að senda póst á midasala@kopleik.is með upplýsingum um sýningu sem pantað var á, fjölda miða og nafn á pöntun. Jafnframt þurfa bankaupplýsingar að fylgja.  Ljósmynd: MM...

Read More

Sýningar á Rúa og Stúa hefjast að nýju

Sýningar á barnaleikritinu Rúa og Stúa hefjast aftur nú um helgina eftir stopp vegna samkomutakmarkana. Rúi og Stúi hafa smíðað vél sem getur allt. Hún getur búið til hluti, gert við hluti, gert afrit af hlutum og jafnvel gert nákvæma styttu af bæjarstjóranum. Eða hvað? Vélin bilar, bæjarstjórinn hverfur og dularfull kráka og enn dularfyllri stórþjófur koma öllu í uppnám. Hvað er til ráða annað en að baka sjálfur jólaköku? Fær Bergsteinn aðstoðarmaður sinn ástkæra bæjarstjóra aftur? Tekst Rúa og Stúa að gera við vélina? Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Rúa og Stúa sunnudaginn 4 mars í Leikhúsinu í Kópavogi....

Read More
Loading