Snertu mig ekki – Snertu mig!

Sun
01
okt

Frá 20.00 til 21.40

Staður: Leikhúsið

www.kopleik.is

Miðaverð: 2500 kr.

Snertu mig – ekki! var frumsýnt haustið 2016 og fékk góða dóma sem áhugavert og nútímalegt leikverk. Mörgum fannst eitthvað ósagt í lokin á þeirri sýningu og ákváðu aðstandendur að gera framhald af verkinu sem er nú sýnt undir nafninu Snertu mig ekki – Snertu mig!  Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum, vandamál miðaldra karlmanns.
Snertu mig ekki! – Snertu mig! er eftir Örn Alexandersson en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað saman með Leikfélagi Kópavogs. Sigrún hefur áður verið aðstoðarleikstjóri Arnar en nú snúa það hlutverkunum við og er Örn nú aðstoðarleikstjóri Sigrúnar. Verkið er í nú sýnt í fullri lengd, og er með viðbótum rúmlega ein og half klukkustund. Þrír leikarar taka þátt í sýningunni, þau Halldóra Harðardóttir, Arnfinnur Daníelsson og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir.
Lýsing er í höndum Skúla Rúnars Hilmarssonar og Hörður Sigurðarson sér um hljóðvinnslu. Leikmynd og búningar er í höndum hópsins. 

Aftur í sýningalista

0 Slökkt á athugasemdum við Snertu mig ekki – Snertu mig! 392 08 september, 2017 Miðasala-viðburðir september 8, 2017

Sýningadagatal

febrúar 2018

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
My Tickets is currently in testing mode. No financial transactions will be processed.