Fyrsta frumsýning vetrarins verður nú á sunnudag þegar Elskhuginn eftir Harold Pinter verður frumsýndur. Pinter er einn af áhrifamestu leikskáldum samtímans og vann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2005. Eins og mörg verka hans er Elskhuginn margslungið verk. Það fjallar um samband hjóna sem lifa óvenjulegu hjónabandi svo ekki sé meira sagt og hefur af sumum verið lýst sem dramatískri kómedíu. Örn Alexandersson leikstýrir og Arnfinnur Daníelsson og Anna Margrét Pálsdóttir leika. Aðeins 5 sýningar verða á leikritinu.

Lesa nánar: Frumsýning á Elskhuganum