Verkefnaskrá Leikfélags Kópavogs fyrir komandi leikár verður kynnt á almennum félagsfundi sem haldinn verður mán. 1. sept. kl. 19.30. Margt góðgæti er á döfinni og er þar kannski fyrst að nefna leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga sem hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Leiðbeinandi er Guðmundur L. Þorvaldsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á vef félagsins. Leikfélagið stefnir að þremur stærri verkefnum í vetur auk þess sem smærri verkefni verða í boði. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Leikhúsinu að Funalind 2.
Leikfélag Kópavogs er öllum opið sem áhuga hafa á leiklist. Nánari upplýsingar um leikfélagið má fá á vefnum www.kopleik.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fá reglulegar fréttir af starfsemi félagsins.