Í október verður haldið 3ja daga námskeið fyrir vana leikara undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar sem á að baki langan og farsælan feril sem leikstjóri og leiklistarkennari. Námskeiðið verður laugardag 8. og sunnudag 9. október kl. 10.00-14.00 og þriðjudag 11. október kl. 19.30-22.30.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með þurfa að senda póst á lk@kopleik.is með nafni og símanúmeri merkt Námskeið – Rúnar og fá þá nánari upplýsingar. Námskeiðið er ókeypis fyrir skuldlausa félaga LK en ef laus sæti verða gefst utanfélagsmönnum kostur á að taka þátt.

Rúnar Guðbrandsson nam leiklist í Danmörku og starfaði þar sem leikari um árabil, með ýmsum leikhópum. Frekari þjálfun hlaut hann m.a. hjá Odin leikhúsinu í Holsterbro og hjá leikhópi Jerzy Grotowskis í Wroclaw í Póllandi. Rúnar hefur leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennslu og þjálfun leikara, auk ýmis konar tilraunastarfsemi á vettvangi kvikmynda og gjörningalistar. Hann var fyrsti prófessor í leiktúlkun við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Rúnar var einn af stofnfélögum Lab Loka 1992 og hefur síðan verið helsti hugmyndafræðingur og leikstjóri hópsins (www.labloki.is).