Opið leiklistarnámskeið/leiksmiðja hjá LK

Leikfélag Kópavogs stendur fyrir opnu námskeiði í leiklist nú í september. Í kjölfar námskeiðsins hefjast síðan æfingar á stuttum leikþáttum sem verða frumsýndir í lok október. Námskeiðið er aðallega ætlað þeim sem hafa litla eða enga reynslu af leiklist en er þó opið öllum áhugasömum. Stjórnandi er Hörður Sigurðarson.
Námskeiðið er í þremur hlutum og hefst þriðjudaginn 14. september kl. 19.30 í Leikhúsinu við Funalind 2. Næstu skipti verða síðan fimmtudag 16. sept. á sama tíma og laugardag 18. sept. kl. 10.30. Lengd hvers hluta er ca. 3 klst. Farið verður í ýmis grunnatriði í leiklist og þátttakendur fá að spreyta sig á leiksviðinu í ýmsu samhengi. Leiðbeinandinn, Hörður Sigurðarson hefir langa reynslu í leiklistarstarfi og hefur leikstýrt fjölda leiksýninga víða um land en þó aðallega hjá Leikfélagi Kópavogs.
Áhugasamir sendi póst á lk@kopleik.is með upplýsingum um nafn, netfang og síma og fá senda staðfestingu um skráningu um hæl.

0 Slökkt á athugasemdum við Opið leiklistarnámskeið/leiksmiðja hjá LK 249 12 september, 2010 Fréttir september 12, 2010

Sýningadagatal

febrúar 2018

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
My Tickets is currently in testing mode. No financial transactions will be processed.