Síðasti séns á Offarsann

Þrjár aukasýningar verða á Óþarfa offarsa eftir Paul Slade Smith 17. 19. og 23. apríl. Óþarfa offarsi hefur fengið frábærar viðtökur úti í heimi og af viðtökum hingað til að dæma fer hann ekki síður vel í íslenska áhorfendur.

Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu.

Lesa nánar: Síðast séns á Offarsann

0 Slökkt á athugasemdum við Síðasti séns á Offarsann 571 13 apríl, 2015 Fréttir apríl 13, 2015

Stiklur úr sýningum