Leikfélaginu hefur borist eftirfarandi beiðni:
Í boði er óhefðbundin reynsla á sviði leiklistar í Gerðarsafni í Kópavogi. Um er að ræða gjörning sem nefnist ANDVARP og verður fluttur í 24 daga á sýningu meistaranema í myndlist/hönnun við Listaháskóla Íslands.
Myndlistarkona leitar að flytjendum á öllum aldri fyrir Opnunina laugard. 12. apríl kl. 15-18. Gjörningurinn heldur áfram til 11.maí þegar safnið er opið. Flytjendur geta tekið þátt eins og þeim hentar á tímabilinu.
Lögð verður áhersla á sterka nærveru og látlaust látbragð gjörningafólks. Þetta er ekki sviðs-verk, krefst ekki orðræðu, búninga eða andlits-farða. Flytjendum gefst kostur á að móta verkið með listakonunni á lokasprettinum.
Æfingar verða léttar og ekki tímafrekar.
Lesa nánar: Viltu taka þátt í gjörningi?