Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir frumsamið leikrit er nefnist Strandaglópar, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19.00.Leikritið segir frá hópi fólks sem verður skipreika á eyðieyju þar sem ýmsar hættur leynast. Leikstjóri er Guðmundur L. Þorvaldsson og Helga Björk Pálsdóttir hefur verið honum til aðstoðar. Sex leikarar taka þátt í sýningunni, þau Antonía Eir Skúladóttir, Ásdís Ægisdóttir, Embla María Arnarsdóttir, Haukur Guðnason, Margrét Rún Styrmisdóttir, Unnur Hlíf Rúnarsdóttir.
Miðaverð er 500 kr. og hægt er panta miða á midasala@kopleik.is eða í síma 554 1985. Aðeins 2 sýningar eru fyrirhugaðar, fim. 27. nóv. eins og áður segir og fös. 28. nóv. Nánari upplýsingar um sýninguna má fá hér.