Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Húnavöllum 6. til 14. júní í sumar. Eins og venjulega býður félagið félagsmönnum styrk til að sækja nám í Leiklistarskóla BÍL að Húnavöllum.
Félagsmenn sem sækja skólann í sumar þurfa að senda inn umsókn á lk@kopleik.is. Umsækjendur þurfa að vera skuldlausir félagsmenn og hafa starfað með félaginu á undanförnum tveimur árum. Upphæð styrks verður upplýst þegar í ljós kemur hversu margir eru gjaldgengir.