Búið er að uppfæra vef leikfélagsins enda var hann kominn aðeins til ára sinna. Jafnframt fluttum við hann um set í nýja hýsingu. Vefurinn ætti í kjölfarið að vera einfaldari og þjálli í notkun. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að skrá sig á póstlistann okkar og fá fréttir af starfinu. Þó nú sé lítið um að vera vegna Covid munum við snúa tvíefld til baka þegar rofa fer til.