4 x Tveir – síðasta sýning

Önnur og síðasta sýning á leikdagskránni 4 x Tveir sem var frumsýnd um síðustu helgi verður sunnudaginn 26. maí kl. 20.00. Dagskráin samnstendur af fjórum leikþáttum eftir fjórar íslenskar leikskáldkonur. Þeir eru Spurningar fyrir framan ísskápinn eftir Kristínu Gestsdóttur, Viltu vatn eftir Jónheiði Ísleifsdóttur, Þriðjudagskvöld eftir Þórunni Guðmundsdóttur og Love me tender eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Sex leikarar sem voru á byrjendanámskeiði í leiklist hjá Herði Sigurðarsyni í vetur flytja þættina ásamt tveimur gestaleikurum.
Miðaverð er 1.000 kr. og hægt að panta miða á www.midakaup.is/kopleik eða með því að senda póst á midasala@kopleik.is. Skuldlausir félagar eiga frímiða eins og venjulega.

0 Slökkt á athugasemdum við 4 x Tveir – síðasta sýning 545 24 maí, 2013 Fréttir maí 24, 2013

Sýningar framundan

  1. Tom, Dick & Harry

    18. janúar kl. 20:00 - 22:15
  2. Tom, Dick & Harry

    20. janúar kl. 20:00 - 22:15

Stiklur úr sýningum