Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957 og verður því 60 ára á næsta ári. Fjölmörg spennandi verkefni eru í bígerð af því tilefni, s.s. splunkunýtt barnaleikrit sem frumsýnt verður í haust og nýtt íslenskt leikrit sem einnig verður frumsýnt í haust. Þá verður blásið til leikdagskrár sem enn er að mótast og nánar verður sagt frá síðar. Einnig er ætlunin að gera skurk í að skrá betur sögu félagsins hér á vefnum. Talandi um vefinn stendur einnig fyrir dyrum uppfærsla á honum þegar líða fer á sumarið. Barna- og unglingastarfið verður á sínum stað og jafnvel viðameira en nokkru sinni áður. Þá eru ónefnd námskeið, fyrirlestrar og almenn gleði.

Leikfélag Kópavogs er opið öllum áhugamönnum um leiklist. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Hægt er að skrá sig í félagið hér. Við hvetjum alla, félagsmenn jafnt sem aðra til að skrá sig á póstlistann okkar á forsíðu www.kopleik.is.