• Fréttir

Nýliðanámskeið hjá LK framundan

Fresta þurfti nýliðanámskeiði sem fyrirhugað var í byrjun september en nú eru komnar nýjar dagsetningar og námskeiðið mun hefjast mán. 30. sept.  Leiklistarnámskeiðið er ætlað nýliðum og fólki með minni leikreynslu og aldurstakmark er 21 árs. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og eru tímar sem hér segir: Mán. 30. sept. 18.00 – 21.00 Fim. 3. okt. 18.00 – 21.00 Lau. 5 okt. 10.00 –...

Markvert

Útskráð(ur)

Stjörnuljósakvöld 4. janúar

Að venju heldur Leikfélag Kópavogs sitt árlega Stjörnuljósakvöld fyrsta laugardag á nýju ári. Þar munu leikfélagar, vinir og vandamnenn halda upp á afmæli félagsins (sem er reyndar 5. janúar) og fagna saman nýju ári. Leikdagskráin Á sama bekk verður flutt en hún samanstendur af leikþáttunum Komið og farið, Um það sem skiptir máli og Á sama bekk. Einnig troða upp No name dúettinn og að sjálfsögðu mun Leikhúsbandið láta stjörnuljós sitt skína. Gleðin verður haldin í Leikhúsinu Funalind 2 og húsið opnar kl. 19.00. Eitthvað af veitingum verður selt á staðnum en einnig má taka með nesti....