Að gera eða gera ekki

Leikfélag Kópavogs frumsýnir stórvirkið Þrjár systur

Liðsmenn Leikfélags Kópavogs hafa keppst við undanfarnar vikur og nú hillir undir að árangur erfiðisins líti dagsins ljós því næstkomandi föstudag, 31. janúar, frumsýnir félagið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Leikhúsinu við Funalind. Er þetta viðamesta sýning félagsins í húsinu.

Þrjár systur telst löngu orðið klassískt verk, það er skrifað snemma á síðustu öld en efni þess á þó erindi á öllum tímum — brugðið er upp mynd af fólki sem elur með sér drauma um betra líf en hefur ekki döngun í sér til að láta þá rætast.

Lesa nánar: Að gera eða gera ekki

0 Slökkt á athugasemdum við Að gera eða gera ekki 632 27 janúar, 2014 Fréttir janúar 27, 2014

Stiklur úr sýningum