Aðalfundur Leikfélags Kópavogs – 16. júní 2022

Anna Margrét Pálsdóttir formaður setti fund kl. 19:30 í leikhúsinu.

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Fundarstjóri: Hörður Sigurðarson

Fundaritari: Örn Alexandersson

b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp. 

Anna Margrét fór yfir skýrslu stjórnar.  Sjá skýrslu stjórnar 2021 -2022. Samþykkt samhljóða.

c) Skýrslur nefnda lesnar upp.    Sjá skýrslu stjórnar.

d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár frá gjaldkera. 

Örn kynnti reikninga. Hörður lagði til að skoðað yrði að endurskoða Securitas. Samþykkt með öllum atkvæðum.

e) Stjórnarkjör 

Örn Alexandersson og Anna Margrét Pálsdóttir formaður hætta í stjórn og gefa ekki kost á sér aftur og Þórdís Sigurgeirsdóttir situr áfram í eitt ár.  Í varastjórn í eitt ár voru Sigurður Kr. Sigurðsson, Hjördís Berglind Zebitz og Ellen Dögg Sigurjónsdóttir – 

Sigurður Kr. Sigurðsson og Ellen Dögg Sigurjónsdóttir gefa kost á sér í aðalstjórn – Samþykkt samhljóða.

Í varastjórn gefa kost á sér Valgerður, Valdimar og Hjördís. Samþykkt samhljóða.

f) Kosning hússtjórnar.  Hörður Sigurðarsson, Sigurður Kr. Sigurðsson og Örn Alexandersson. – Samþykkt samhljóða

g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara. 

Brynja Helgadóttir og Sigrún Tryggvadóttir.  Til vara Hörður Sigurðarsson  – Samþykkt samhljóða.

h) Aðrar kosningar. –  Engar aðrar kosningar.

i) Lagabreytingar – Engar lagabreytingar

j) Ákvörðun félagsgjalda.  – Tillaga að óbreyttu árgjaldi  5000 kr – Samþykkt samhljóða

k) Önnur mál. Fjörugar umræður um nýtingu húsins og framtíð þess.

l) Afgreiðsla fundargerðar.  – Fundargerð samþykkt samhljóða.

Anna Margrét Pálsdóttir sleit fundi og þakkaði fyrir samstarfið. Fundarmenn þakka Önnu fyrir hennar formennsku. Fundi slitið kl. 20:30

Fundargerð ritaði Örn Alexandersson