Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Logalandi í Borgarfirði 4. og 5. maí 2013 og munu tveir fulltrúar frá Leikfélagi Kópavogs sitja fundinn. Í tengslum við hann verður haldin einþáttungahátíð, framlag LK verður tveir einleikir eftir Dario Fo og Frönku Rame, sem sýndir voru í leikdagskránni í vetur. Í hátíðarkvöldverði laugardaginn 4. maí verður greint frá því hvað sýning hefur verið valin Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins – eins og allir muna varð sýningin okkar, Hringurinn, valin og sýnt í Þjóðleikhúsinu í framhaldinu. Nú er Gutti meðal þeirra sem til greina koma …