Boðað er til aðalfundar Leikfélags Kópavogs fyrir leikárið 07/08. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. júní kl. 20:00 í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi.

Dagskrá fundarins fer fram skv. 7. grein laga Leikfélags Kópavogs:

7. grein
Störf aðalfundar eru þessi:
a) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu.
b) Stjórnarkjör
c) Aðrar kosningar.
d) Lagabreytingar. Tillögur skulu sendar stjórn eigi síðar en fyrir lok mars.
e) Ákvörðun félagsgjalda.
f) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár.
g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara.
h) Önnur mál.
i) Afgreiðsla fundargerðar

Atkvæðis- og kosningarrétt hafa skuldlausir félagar leikfélagsins, en þeir sem áhuga hafa á að koma og kynna sér starfsemi félagsins eru velkomnir.

Stjórn Leikfélags Kópavogs