Aðalfundur Leikfélags Kópavogs
Viðstaddir 14 félagsmenn

Hörður Sigurðarson formaður setti fundinn og stakk upp á Bjarna Guðmarssyni sem fundarstjóra, sem var samþykkt. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir kosin ritari.

Bjarni þakkaði traustið og bauð Herði Sigurðarsyni að flytja skýrslu stjórnar. Skýrsla stjórnar í viðhengi. Umræðu um skýrslu stjórnar var frestað þar til undir liðnum „Önnur mál“.

Reikningar félagsins. Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri félagsins lagði fram reikninga félagsins. Héðinn fór yfir helstu liði. Ársreikningur 2011-2012 í viðhengi. Eins var lögð fram sundurliðun á útgjöldum tengdum einstökum verkefnum. Reikningarnir voru samþykktir með fyrirvara um samþykki beggja félagslegra endurskoðeda. Umræðum um ársreikning frestað þar til undir „Önnur mál“.

Fundarstjóri kynnti lagabreytingartillögu sem undanfara fyrir stjórnarkjör. Lagabreytingin var kynnt stjórn innan tilskilins tíma skv. félagslögum. Breytingartillagan hefur að gera með 9. Grein og hljóðar svo: Stjórn skipa 5 stjórnarmenn og 3 til vara, að öðru leyti óbreytt. Hörður skýrði ástæðu þessarar breytingar sem svo að erfiðlega gengi venjulega að manna varastjórnina, sem væri að sama skapi frekar óvirk. Tillagan var samþykkt einróma.

Stjórnarkjör. Fundarstjóri kynnti niðurstöðu uppstillingarnefndar.
Embætti formanns: Hörður Sigurðarson. Hann var einróma kjörinn formaður til tveggja ára. Varaformaður (Örn Alexandersson) og gjaldkeri (Héðinn Sveinbjörnsson) sitja áfram í eitt ár. Þórdís Sigurgeirsdóttir og Bjarni Daníelsson gefa kost á sér sem meðstjórnendur til tveggja ára. Þau voru kjörin.
Í varastjórn voru tilnefnd: Bjarni Guðmarsson, Ögmundur Jóhannesson og Anna Margrét Pálsdóttir. Þau voru kjörin til eins árs.
Huld Óskarsdóttir og Ragnhildur Þórhallsdóttir gáfu kost á sér sem félagslegir endurskoðendur. Það var samþykkt.

Ákvörðun félagsgjalda. Samþykkt að hækka félagsgjöld úr 2000 í 2500 krónur. Innheimta félagsgjalda hefur gengið vel eftir að innheimta í heimabanka hófst. Fram kom að félagsmenn eru um 70 talsins, sem hafa greitt félagsgjöld.

Nýkjörinn formaður bað um orðið og talaði um verkefni stjórnar og margvísleg störf formanns. Hörður óskaði eftir því að félagsmenn tækju virkari þátt í og sett sig inn í störf stjórnar og kæmu að hefðubundnum verkefnum s.s. umsjón með viðhaldi og vinnu við húsnæði, sem tengill milli unglingadeildar og stjórnar, við útgáfu fréttabréfs o.s.frv.
Hugmyndir viðraðar um starf næsta leikárs.
Hörður ætlar að bjóða upp á námskeið fyrir leikara, framhald fyrir þá sem hafa verið áður á námskeiði, jafnvel sem endar með uppsetningu. Örn Alexandersson hefur boðið sig fram sem leikstjóra í eitthvert stykki, líklega barnasýning. Hann mun koma með tillögur að verkum.
Stefnt er að því að halda áfram með unglingadeildina og jafnvel fyrir yngri börn á aldrinum 10-12 ára.
Eins er stefnt að leikferð til Litháen. Varðandi fjáröflun, þá hefur verið skipuð fjáröflunarnefnd innan hópsins, sem skipa Anna Margrét, Bjarni Daníelsson og Erna Björk Hallbera.
Tillaga frá félagsmanni að vera með stand-up námskeið.
Eins rætt opið um hvað gæti verið skemmtilegt að fást við á næsta leikári, s.s höfundasmiðja og stjörnuljósakvöld.

Fundi slitið kl.21:25
Fundargerð ritaði Ágústa Sigrún Ágústsdóttir