Funalind 18. júní 2015 – Kl. 19:30
Mættir eru: 15 fundarmenn.
1. Hörður Sigurðarson formaður setti fundinn.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara:
a) Kosinnerfundarstjórifundarins:BjarniGuðmarsson.
b) Kosinn er ritari fundarins: Örn Alexandersson.

3. Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp. Hörður Sigurðarson formaður les upp. Sjá „Skýrslu stjórnar 2014-2015“. Athugasemd gerð við fjölda sýninga á Elskhuganum en hún var sýnd sex sinnum. Samþykkt.

4. Skýrslur nefnda lesnar upp. Sjá skýrslu stjórnar.

5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár. Arnfinnur Daníelsson gjaldkeri leggur fram reikninga. Reikningar eru samþykktir með fyrirvara um undirritun endurskoðenda.og lagfæringar á viðskiptakröfum vegna MK og Kópavogsbæjar en þar eru tvær villur og rekstrartekjur og skýringar á rekstrartekjum stemma ekki. Samþykkt.

6. Stjórnarkjör
a) Meðstjórnendur til tveggja ára. Anna Margrét kosin til tveggja ára. Örn kosinn til tveggja ára.
b) Ásgeir Kristinsson, Haukur Ingimarsson og Guðlaug Björk kosin í varastjórn. Samþykkt.

8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
a) Tillaga stjórnar Brynja Helgadóttir og Vilborg Valgarðsdóttir og til vara Héðinn. Samþykkt.

9. Aðrar kosningar. Ekki eru aðrar kosningar.

10. Lagabreytingar. Tillaga stjórnar:
Lagabreyting 1:
6. grein
Aðalfundarstörf
Liður f) falli út. Hann hljóðar svo: f) Kosning hússtjórnar Lagabreyting 2:
11. grein breytist úr:
Húsnæði
Stjórn LK skipar 3ja manna hússtjórn sem samanstendur af formanni og tveimur meðstjórnendum í upphafi hvers leikárs. Hússtjórn skal starfa á grundvelli
erindisbréfs um viðhald og rekstur húsnæðis félagsins sem stjórn félagsins útbýr. Erindisbréf og breytingar á því skulu kynntar á aðalfundi.
Á aðalfundi skal stjórn leggja til ákveðið hlutfall fastra styrkja sem lagt verður í hússjóð til að standa straum af viðhaldi og rekstrarkostnaði húsnæðis á komandi leikári.Að öllu jöfnu skal afgangur í hússjóði í lok leikárs bætast við sjóðinn á næsta leikári nema aðalfundur samþykki annað.
í:
Húsnæði
Stjórn LK skipar 3ja manna hússtjórn sem samanstendur af formanni og tveimur meðstjórnendum í upphafi hvers leikárs. Hússtjórn hefur umsjón með framkvæmdum

og viðhaldi á húsnæði. Samþykki stjórnar félagsins þarf fyrir fjárútlátum vegna húsnæðis.
Varðandi L.br. 1:
6. grein f) liður er hreinlega í mótstöðu við 11. greinina sem segir að stjórn kjósi hússtjórn.
Varðandi L.br. 2:
Vil einfalda þetta. Hússtjórn verður á ábyrgð stjórnar sem hefur svigrúm til að skipa í hústjórn og setja henni reglur eins og vill.
Samþykkt.

11. Ákvörðun félagsgjalda. Stjórn leggur til að þau verði óbreytt 2.500 kr. Samþykkt.

12. Önnur mál.
a) Formaður minnir á vinnudag í leikhúsinu kl. 10:00 20. Júní nk. Unnið verður í leikhúsinu yfir daginn og grillað saman í lok dags. Þetta verður auglýst betur í fréttabréfinu.
b) Mælst til að stjórn skoði flokkun sorps.
c) Rættlauslegaumnæstaleikár.Búiðaðkastaíleikritið„Árúmsjó“semsett
verður upp í haust.

13. Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 21:00
Örn Alexandersson ritaði.