Funalind 2 þann 8. júní 2017 – Kl. 20:00 Mættir eru: 10 fundarmenn.
1. Anna Margrét formaður setti fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara:
Kosinn er fundarstjóri fundarins: Hörður Sigurðarson.
Kosinn er ritari fundarins: Örn Alexandersson.
3. Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp. Anna Margrét Pálsdóttir formaður les upp. Sjá „Skýrslu stjórnar 2016-2017″. Samþykkt.
4. Skýrslur nefnda lesnar upp. Sjá skýrslu stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár. Örn Alexandersson gjaldkeri leggur fram reikninga. Reikningar eru samþykktir.
6. Stjórnarkjör
Örn og Arnfinnur ganga úr stjórn. Ásgeir býðst unda stjórnarsetu en bíður sig fram í varastjórn.
Örn býður sig fram til setu í eitt ár fyrir Ásgeir og Arnfinnu býður sig áfram í stjórn.
Arnfinnur Daníelsson gefur kost á sér sem meðstjórnandi og Guðný Sigmundsdóttir sem varaformaður til tveggja ára. Samþykkt.
Meðstjórnendur til eins árs:
Kristján Jóhann Kristjánsson, Valdimar Lárus Júlíusson og Ásgeir Kristinsson kosin í varastjórn. Samþykkt.
7. Hússtjórn kosin Hörður, Örn og Arnfinnur.
8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Tillaga stjórnar Brynja Helgadóttir og Halldóra Harðardóttir og til vara Sigrún Tryggvadóttir. Samþykkt.
9. Aðrar kosningar. Ekki eru aðrar kosningar.
10. Lagabreytingar. Engar
11. Ákvörðun félagsgjalda. Stjórn leggur til að þau verði óbreytt 2.500 kr. Samþykkt.
12. Önnur mál.
Tillaga um lagabreytingu fyrir næsta aðalfund að 7 gr. liður g) að orðið endurskoðandi falli út og í staðin komi skoðunarmenn reikninga. Formaður kynnti drög að dagskrá næsta leikár 2017-2018.
13. Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:30
Örn Alexandersson ritaði.