Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn fim. 18. júní kl. 19.30 í Leikhúsinu, Funalind 2. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Flutt verður skýrsla stjórnar fyrir liðið leikár og lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Þá mun stjórn skýra frá verkefnum sem fyrir liggja á næsta leikári. Allir velkomnir en aðeins skuldlausir félagsmenn eiga atkvæðisrétt á fundinum. Nánari upplýsingar er hægt að fá á lk@kopleik.is.