Aðalfundur Leikfélags Kópavogs

Næstkomandi mánudag, 27. ágúst, kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur Leikfélags Kópavogs í nýju húsnæði félagsins að Funalind 2.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður rætt um næsta leikár, breytingar sem fyrirhugaðar eru á nýju leikhúsi félagsins, nýr rekstrarsamningur kynntur og fleira.

Við í stjórn leikfélagsins vonumst til að sem flestir sjái sér fært að líta við og sjá nýja leikhúsið okkar.

Stjórn Leikfélags Kópavogs

0 Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 548 22 ágúst, 2007 Fréttir, Innra starf ágúst 22, 2007

Stiklur úr sýningum