Á fimmtudaginn kemur, þann 26. júní verður allsherjarvinnudagur í Leikhúsinu við Funalind. Allnokkuð hefur unnist undanfarnar vikur og má t.d. nefna að búið er að koma upp burðarvirkiinu að tæknibúrinu þar sem aðsetur ljósa- og hljóðmanna verður.

Þeir sem hafa á því tök, mæta um morguninn en aðrir seinnipart dags eða þegar þeir geta. Munið að margar hendur vinna létt verk.

Allir meðlimir og velunnarar eru hvattir til að líta við hvort sem þeir hafa tök á að leggja vinnunni lið eða ekki. Heitt verður á könnunni og fólk er hvatt til að líta við og skoða hvernig framkvæmdum miðar.