Skráðir félagsmenn Leikfélags Kópavogs fá reglulega tilboð á leiksýningar og ýmsa viðburði og er það að jafnaði kynnt í fréttabréfinu.
Nú hafa nokkur leikfélög á suðvestuhorni landsins hafið samstarf á þessu sviði. Eftirfarandi leikfélög veita félagsmönnum hvers annars, 50% afslátt af miðaverði á leiksýningar. Félögin eru auk okkar:
Halaleikhópurinn, Hugleikur, Leikfélag Hafnarfjarðar, Leikfélag Mosfellssveitar, Leikfélag Selfoss og Leikfélag Ölfuss. Þegar miðar eru pantaðir þarf að taka fram að um félagsmann í LK sé að ræða.

Einnig hefur borist tilboð á sýninguna Róðarí eftir ágætan félaga okkar, Hrund Ólafsdóttur.
Lesa nánar: Afslættir og tilboð á leiksýningar