Óþarfa offarsi hefur fengið mjög góðar viðtökur þeirra sem hafa séð sýninguna. Leikhúsgestir hafa tjáð hrifningu sína á samfélagsmiðlunum og jafnvel varað við alvarlegum afleiðingum þess að sjá hana:
“Konur, verið með vatnsheldan maskara, minn var kominn niður á kinnar í lok sýningar. Stórkostlega fyndinn farsi.”
Uppselt er á næstu sýningu á Óþarfa offarsa fim. 5. mars en enn eru lausir miðar fös. 6. og sun. 8. mars. Miðasala er á midasala@kopleik.is/554 1985 og á tix.is.
Nánar um sýninguna