Leikdagskráin Ást í meindýrum var frumsýnd í gær, fimmtudag við góðar viðtökur. Aðeins verður ein sýning í viðbót, á morgun laugardag 30. maí.
Í dagskránni eru sýndir 5 leikþættir í flutningi níu leikara undir stjórn þriggja leikstjóra. Þættirnir eru Ást í hraðbanka eftir Bjarna Guðmarsson, Á veröndinni einn bjartan vormorgun eftir Alex Dremann, Bóksalinn eftir Örn Alexandersson, Líflína eftir Douglas Craven og Meindýr eftir Bjarna Guðmarsson.
Almennt miðaverð er 1.000 kr. en félagsmenn eiga frímiða eins og venjulega. Miðapantanir sendist í netfangið midasala@kopleik.is.

Nánar um sýninguna hér.