Leikdagskráin Ást í meindýrum verður frumsýnd fim. 28. maí kl. 20.00. Sýndir verða 5 leikþættir í flutningi 9 leikara undir stjórn þriggja leikstjóra. Þættirnir sem verða fluttir eru Ást í hraðbanka, Á veröndinni einn bjartan vormorgun, Bóksalinn, Líflína og Meindýr.
Dagskráin verður aðeins sýnd tvisvar og verður seinni sýningin laugardaginn 30. maí kl. 20.00. Félagsmenn eiga að venju frímiða á sýninguna en almennt verð er 1.000 kr. Miðapantanir sendist í netfangið midasala@kopleik.is.

Lesa nánar: Ást í meindýrum