Uppselt er á síðustu sýningu, föstudag 7. nóv. á Elskhuganum eftir Harold Pinter sem leikfélagið hefur sýnt undanfarið. Bætt hefur verið við aukasýningu þriðjudaginn 11. nóvember. Viðtökur gesta hafa verið mjög góðar og má m.a. benda á lofsamlega umsögn Árna Hjartarsonar á Leiklistarvefnum en hann segir að Elskhuginn sé “… sýning sem áhugafólk um leiklist og leikhús ætti ekki að missa af.”
Miðapantanir eru á midasala@kopleik.is eða í síma 554 1985.