Aukasýningar á Gutta og félögum

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að sýningar á Gutta og félögum hafa gengið afar vel og viðtökurnar verið alveg einstakar. Nú er lokið átta sýningum og hefur verið uppselt á þær allar. Því miður þurfti að hætta að sýna þar eð leikfélag MK átti bókaðan tíma í húsinu en boðaðar hafa verið aukasýningar á Gutta 6. og 7. apríl og fleiri sýningum verður bætt við ef þurfa þykir. Nú er sem sagt tækifærið til að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu – ef þú ert ekki búinn að því nú þegar.

Þá má geta þess að líkur eru á að Gutti og vinir hans láti ljós sitt skína í Stundinni okkar innan tíðar.

0 Slökkt á athugasemdum við Aukasýningar á Gutta og félögum 278 20 mars, 2013 Fréttir mars 20, 2013

Sýningadagatal

ágúst 2018

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31