Leikdagskráin Mixtúra var frumsýnd föstudaginn 1. nóvember. Aukasýningar verða lau. 16. og sun. 17. nóv. kl. 20.00.

Þættirnir í leikdagskránni eru Móðurímyndin eftir Alan Ayckbourn í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar, Bílabúðin eftir Eugène Ionesco í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Frásögur færandi eftir leikstjórann Hrund Ólafsdóttur og leikhópinn. Alls taka tíu leikarar taka þátt.

Miðaverð er 1.000 kr. Miðasala er á https://www.midakaup.is/kopleik/mixtura. Einig er hægt að panta miða á midasala@kopleik.is. Að sjálfsögðu eiga skuldlausir félagar frímiða á sýninguna eins og aðrar sýningar félagsins – það borgar sig að vera skilvís!