Aukasýningar á Óþarfa offarsa í apríl

Sýningum á Óþarfa offarsa er lokið en bara í bili. Því miður þurfti að hætta sýningum fyrir fullu húsi, þá hæst þær stóðu í mars, en nú hefur verið ákveðið að bjóða aukasýningar í apríl. Sýningar verða fös. 17., sun. 19. og fim. 23. apríl.

Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu.
Miðaverð er 2.600 kr. en eldri borgarar fá miðann á 1.300 kr. Miðasala: midasala@kopleik.is / 554 1985 / tix.is/is/Event/166

0 Slökkt á athugasemdum við Aukasýningar á Óþarfa offarsa í apríl 580 17 mars, 2015 Fréttir mars 17, 2015

Sýningar framundan

  1. Leikróf – leikdagskrá

    1. júní kl. 17:00 - 18:00
  2. Leikróf – leikdagskrá

    2. júní kl. 19:30 - 20:30

Stiklur úr sýningum