Ákveðið hefur verið að hafa tvær aukasýningar á leiksýningunni Umbúðalaust sem Leikfélagið hefur sýnt að undanförnu. Sýningarnar verða sunnudag 7. febrúar og mánudag 8. febrúar kl. 20.00. Sýningin sem er samin af leikhópnum og leikstjóranum Vigdísi Jakobsdóttur hefur fengið mjög góðar viðtökur og þykir fersk og óvenjuleg.
Meðal þess sem Þorgeir Tryggvason sagði í dómi sínum á Leiklistarvefnum:
“Vel skipaður leikhópurinn skilar sínu af algerri einlægni og sannfæringarkrafti… Sýningin er vel samsett. Hlutarnir flæða vel hver inn í annan og leikararnir styðja vel við atriði hvers annars… leikmyndin er aldeilis frábær. Merkingarþrungin, falleg og þénug.”

Lesa nánar: Aukasýningar á Umbúðalausu