Höfundur: admin

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

UPPSELT ER Á NÁMSKEIÐIÐ! Í febrúar hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Námskeiðið hefst mánudaginn 11. febrúar og eru námskeiðstímar sem...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir unglinga

Leikfélag Kópavogs stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir nemendur í 8. – 10. bekk grunnskóla. Leiðbeinandi er Gríma Kristjánsdóttir sem lokið hefur námi í leiklist við Copenhagen International School of Performing Arts. Námskeiðið sem haldið er í samstarfi við Kópavogsbæ og Barnamenningarhátíð er frítt en börn búsett í Kópavogi ganga fyrir með pláss. Námskeiðið hefst þri. 5. feb. kl. 16.00 – 18.00 og verður haldið vikulega í Leikhúsinu, Funalind 2. Námskeiðinu lýkur með leiksýningu í Salnum þ. 13. apríl. Skráning og nánari upplýsingar í...

Read More

Stjörnuljósakvöld

Hið árlega Stjörnuljósakvöld Leikfélags Kópavogs verður haldið laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Þar munu leikfélagar og vinir halda upp á afmæli félagsins (sem var reyndar 5. janúar síðastliðinn) samkvæmt venju og fagna saman nýju ári. Búast má við einhverjum uppákomum á sviðinu en annars verður maður manns gaman. Gleðin verður haldin í Leikhúsinu Funalind 2 og húsið opnar kl....

Read More

Aukasýningar á Tom, Dick og Harry

Smygl, ólöglegir innflytjendur og sundurlimuð lík. Er það hjálplegt þegar ungt par vill ættleiða barn? Hjónin Tom og Linda eiga von á konu frá ættleiðingarstofunni að spjalla við þau og taka út heimilið. Bræður Tom, þeir Dick og Harry vilja ósköp vel en tekst þó að setja allt í uppnám. Aukasýningar verða á tryllingsfarsanum Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney nú í janúar. Sýningar eru 16. 18. 20 og 22. janúar. Ray Cooney hefur verið ókrýndur konungur farsans um áraraðir og leikrit hans þekkja allir. Með vífið í lúkunum, Úti að aka, Beint í æð...

Read More

TDH-miðasala

[qemreport event=2319]  [qemreport event=2333]  [qemreport event=2320]  [qemreport event=2334]  [qemreport event=2335] [qemreport event=2301] [qemreport event=2316] [qemreport event=2317]  [qemreport event=2331]   [qemreport event=2318]  [qemreport event=2332]   ...

Read More