Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2020 – Fundargerð
Anna Margrét formaður setti fund kl. 19:30 a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. Fundarstjóri: Hörður Sigurðarson Fundaritari: Örn Alexandersson b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp. Anna Margrét fór yfir skýrslu stjórnar. Sjá skýrslu stjórnar 2020. Samþykkt samhljóða. c) Skýrslur nefnda lesnar upp. – Sjá skýrslu stjórnar. d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár frá gjaldkera. – Samþykkt með öllum atkvæðum. e) Stjórnarkjör fært aftur fyrir lagabreytingar lið i). Tillaga stjórnar samkvæmt lagabreytingu. Örn og Anna Margrét í tvö ár og og Dísa situr áfram í eitt ár. Varastjórn í eitt ár. Valdimar, Sunneva og Ellen – Samþykkt samhljóða. f) Kosning hússtjórnar. Óbreytt, Hörður, Örn og Arnfinnur. g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara. Brynja Helgadóttir og Sigrún Tryggvadóttir. Til vara Stefán – Samþykkt samhljóða. h) Aðrar kosningar. Engar aðrar kosningar. i) Lagabreytingar.Tillaga að lagabreytingu. Er eftirfarandi: «9. grein Stjórnarkjör Stjórn skipa fimm menn og þrír til vara. Annað árið skal kjósa þrjá stjórnarmenn, hitt árið tvo. Kjörtímabil hvers stjórnarmanns er tvö ár. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn að loknu kjörtímabili. Formann og varaformann skal kjósa sérstaklega. Gjaldkera, ritara og meðstjórnanda skal kjósa sameiginlega eftir því sem við á og skiptir stjórnin með þeim verkum. Varastjórn skal kjósa sameiginlega til eins árs. Kosningar skulu bundnar uppástungum. Stjórn er heimilt að skipa uppstillingarnefnd til að tryggja framboð í embætti.» Tillaga að breytingum: «Stjórn skipa þrír menn...
Read More