Höfundur: lensherra

Leiklistarnámskeið í september

Í september hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. en skráðir félagsmenn greiða 5.000 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 3.000 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.Námskeiðið hefst mánudaginn 9. september og eru námskeiðstímar sem hér segir: Mán. 9. sept. kl. 19.00-22.00...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2019 – Fundargerð

Anna Margrét formaður setti fund. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Fundarstjóri: Hörður Sigurðarson Fundaritari: Örn Alexanderssonb) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp. Anna Margrét formaður las upp skýrslu stjórnar.  Sjá skýrslu stjórnar 2019.c) Skýrslur nefnda lesnar upp.  –  Óformleg skýrsla frá hússtjórn. d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár. – Reikningar samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.e) Stjórnarkjör.  Örn og Anna Margrét sitja áfram.  Arnfinnur, Þórdís og Valdimar ganga úr stjórn.   Þórdís Sigurgeirsdóttir, Valdimar L. Júlíusson og Sunneva Ólafsdóttir kosin í aðalstjórn.   Varastjórn kosin til eins árs. Vilborg Valgarðsdóttir, Arnfinnur Daníelsson og Halldóra Harðardóttir kjörin í varastjórn.f) Kosning hússtjórnar. Óbreytt,  Hörður Sigurðarson, Örn Alexandersson og Arnfinnur Daníelsson.g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara. Brynja Helgadóttir og Sigrún Tryggvadóttir.  Til vara Hrefna Friðriksdóttir. h) Aðrar kosningar. Engar aðrar kosningar.i) Lagabreytingar. Engar lagabreytingar. j) Ákvörðun félagsgjalda.  Sama árgjald og síðast 3000 kr.  k) Önnur mál. Dagskrá næsta leikárs viðraðar.  Ákveðið að setja upp barnleikrit í haust í leikstjórn Gunnar Björn Guðmundsson.l) Afgreiðsla fundargerðar.  – Fundargerð samþykkt.  Formaður sleit fundi. Fundargerð ritaði Örn Alexandersson Kópavogi 20.6.2019 j) Ákvörðun félagsgjalda.k) Önnur mál.l) Afgreiðsla fundargerðar. Fundargerð ritaði Örn Alexandersson....

Read More

Skugga-Sveinn 2008

Höfundur: Matthías JochumssonLeikgerð: Ágústa Skúladóttir og leikhópurLeikstjóri Ágústa Skúladóttir Aðstoðarleikstjóri Sigrún Tryggvadóttir Frumsamin tónlist HópurinnLeikmynd HópurinnRáðgjöf við gerð leikmyndar Frosti Friðriksson Búningar Gígja Ísis GuðjónsdóttirAðstoð við sauma Ellý Steinsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir Lýsing Skúli Rúnar HilmarssonLjósamaður Arnór ArnórssonFörðun Sara Valný SigurjónsdóttirLeikskrá og plakat Einar Þór Samúelsson (hugsaseris) Ljósmyndir Héðinn Sveinbjörnsson / Heiðar Kristjánsson PR Héðinn Sveinbjörnsson og Erla Karlsdóttir Persónur og leikendurSkugga-Sveinn Baldur Ragnarsson Ásta Gríma Kristjánsdóttir Sigurður í Dal, faðir hennar Bjarni Guðmarsson Lárenzíus, sýslumaður Hörður SigurðarsonÖgmundur Arnar Ingvarsson Ketill skrækur Bjarni BaldvinssonJón sterki Sveinn Óskar Ásbjörnsson Grasa-Gudda Bjarni BaldvinssonGvendur smali Guðrún Sóley SigurðardóttirGrímur Gísli Björn Heimisson HólapiltarHelgi Arnar IngvarssonMargrét Guðrún Sóley Sigurðardóttir Hróbjartur Sveinn Óskar...

Read More

Leikfélag Kópavogs eignast leikhús

Laugardaginn 3. nóvember var undirritaður rekstrar- og samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Leikfélags Kópavogs í nýju húsnæði leikfélagsins að Funalind 2 í Kópavogi. LK, sem varð 50 ára á árinu, tók um leið formlega við húsnæðinu. Hér er um tímamót að ræða því húsið að Funalind verður fyrsta eiginlega leikhúsið í Kópavogi, þ.e. hús sem er ætlað fyrst og fremst til leiksýninga. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Gísli Björn Heimisson, formaður LK undirrituðu samninginn. Ómar Stefánsson,formaður bæjarráðs hélt stutta tölu og óskaði LK og bæjarbúum til hamingju með tímamótin. Félagar í LK sýndu atriði við undirritunina og unglingadeildin framdi táknrænan gerning þegar tekið var við húsinu. Hönnunarvinnu er að mestu lokið og er stefnt að því að ljúka breytingum á húsinu svo að það henti leikhúsi fyrir áramót....

Read More

Námskeið í leikhússporti og spuna

Nú á haustdögum fer af stað námskeið í leikhússporti hjá Leikfélagi Kópavogs. Við erum búin að rýma til í Funalindinni og útbúa æfingaaðstöðu þannig að nú er okkur ekki til setunnar boðið og mun námskeiðið hefjast fimmtudaginn 25. október næstkomandi. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa á að læra leikhússport eða æfa sig í spuna, en námskeiðið verður haldið einu sinni í viku, á fimmtudögum, allavega til að byrja með, og einnig munum við halda leikhússportkeppnir. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig sendið nafn og póstfang á leikhussport@gmail.com. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gísli Björn Heimisson. Lesa nánar: Námskeið í leikhússporti –...

Read More