Námskeið í leikhúslýsingu
Halaleikhópurinn stendur fyrir námskeiði í leikhúslýsingu helgina 25. og 26. okt. nk. Kl. 10.00 – 15 eða 16 báða dagana. Benedikt Axelsson ljósameistari stýrir námskeiðinu sem er öllum opið. Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér betur hvernig ljós, lýsing og önnur leikhústækni virkar. Leikstjórar, tæknimenn, stjórnir leikfélaga og leikarinn sjálfur geta lært heilmikið sér til gagns ekki síður en þeir sem vilja vera ljósamenn. Markmiðið er að búa til “ljósahóp” fólks sem getur unnið saman, hjálpað til við ýmis tæknistörf og helst af öllu, hannað lýsingu saman eða til skiptis, en ekki síður að veita sem flestum þáttakendum leikfélaga innsýn í lýsinguna, hvernig hún getur hjálpað leikritinu og gefið góða hugmynd um fjárfestingar í tæknimálum! Lesa nánar: Námskeið í...
Read More