Author: lensherra

Leikfélagið minnir á kynningarfund

Við minnum á almennan félagsfund Leikfélags Kópavogs sem haldinn verður í Leikhúsinu við Funalind mán. 1. sept. kl. 19.30. Á dagskrá er kynning á starfinu sem framundan er í vetur. Eldri og yngri félagsmenn hvattir til að mæta og einnig eru áhugasamir um leikfélagið hjartanlega velkomnir. Minnum einnig á kynningarfund fyrir barna- og unglinganámskeið mið. 3. sept. kl. 18.00. Nánar upplýsingar um námskeiðin...

Read More

Ertu félagsmaður í leikfélaginu?

Nú hafa kröfur vegna félagsgjalda verið sendar út á félagsmenn. Einnig er hægt að greiða félagsgjaldið beint og má fá allar upplýsingar hér. Gjaldið er óbreytt frá fyrra ári eða 2.500 kr. Því fylgir frímiði á allar sýningar félagsins. Þá má einnig nefna að félagar fá helmingsafslátt á sýningar flestra áhugaleikfélaga á suðvesturhorni landsins auk ýmissa tilboða á aðra...

Read More

Leikárið hefst

Verkefnaskrá Leikfélags Kópavogs fyrir komandi leikár verður kynnt á almennum félagsfundi sem haldinn verður mán. 1. sept. kl. 19.30. Margt góðgæti er á döfinni og er þar kannski fyrst að nefna leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga sem hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Leiðbeinandi er Guðmundur L. Þorvaldsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á vef félagsins. Leikfélagið stefnir að þremur stærri verkefnum í vetur auk þess sem smærri verkefni verða í boði. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Leikhúsinu að Funalind 2. Leikfélag Kópavogs er öllum opið sem áhuga hafa á leiklist. Nánari upplýsingar um leikfélagið má fá á vefnum www.kopleik.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fá reglulegar fréttir af starfsemi...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir 11-12 og 13-16 ára

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Námskeið verða vikulega á miðvikudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi 17.15. Námskeiðin standa í 10 vikur til til og með 12. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir 11-12 og 13-16...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2013-2014

Leikárið er nú á enda og margt hefur á dagana drifið. Átta félagsmenn sóttu Leiklistarskóla BÍL á Húnavöllum í júní á síðasta ári á námskeiðum í leiklist, leikstjórn og leikritun. Lítur út fyrir að svipaður fjöldi verði í skólanum í ár. Félagið styrkir félagsmenn að hluta í námið enda teljum við að það sé félaginu í hag að auðvelda félagsmönnum slíkt. Töluverðar breytingar voru gerðar á starfsemi yngri félagsmanna. Eins og undanfarin ár rákum við unglingadeild fyrir áramót en þó voru gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomulagi. Í stað þéttrar dagskrár í styttri tíma var ákveðið að lengja tímabilið og bjóða námskeið einu sinni í viku, 2 tíma í senn í 10 vikur samtals. Að námskeiði afloknu var unnið þéttar í 2 vikur til að koma upp leiksýningu sem sá dagsins ljós í lok nóvember undir heitinu Kemurr’ ádeit? Sýningin lukkaðist vel og var sýnd þrisvar sinnum. Þar með er þó ekki sagan öll sögð því stjórn ákvað að bjóða einnig upp á námskeið fyrir 11-12 ára börn. Fyrirkomulagið var svipað og hjá þeim eldri, þ.e. einn tími á viku í 10 vikur en þó aðeins 1 klst. í senn. Í síðasta tíma var foreldrum boðið að sjá afrakstur námskeiðsins og gerðu góðan róm að. Eins og undanfarin ár sá Ástbjörg Rut Jónsdóttir um kennslu og leikstjórn. Ætlunin var að bjóða upp á byrjendanámskeið fyrir leikara eins og undanfarin ár...

Read More