Author: lensherra

Vinnudagur í Leikhúsinu

Laugardaginn 7. júní verður vinnudagur í leikhúsinu. Verkefni verða í boði fyrir hvers manns getu, áhuga og tíma. Kaffi á könnunni og eitthvað með því í boði félagsins. Að afloknum vinnudegi verður grillpartý sem markar lok leikársins hjá félaginu. Nánari upplýsingar um það...

Read More

Vorverkin – leikdagskrá

Vorverkin, þriggja þátta leikdagskrá verður frumsýnd í Leikhúsinu þriðjudaginn 27. maí kl. 19.30. Þættirnir eru Úlfur í ömmugæru eftir og í leikstjórn Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar, Strikið eftir Pál J. Árdal í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Bóleró eftir David Ives í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Alls taka 12 leikarar þátt í leikdagskránni. Dagskráin er einnig sýnd mið. 28. maí kl. 19.30. Miðaverð er 1.000 kr. og hægt er að panta miða á Miðakaup eða með því að senda tölvupóst á...

Read More

Aðalfundur LK 3. júní

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn þriðjudaginn 3. júní kl. 19.30 í Leikhúsinu, Funalind 2. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, gamlir sem nýir eru hvattir til að mæta. Kosið verður til formanns og meðstjórnanda auk þriggja varastjórnarmanna. Lög félagsins er að finna...

Read More

Á mörkunum frumsýnt

Laugardaginn 12. apríl frumsýnir Leikhópur Hlutverkaseturs sýninguna Á mörkunum – Leiksýningu spunna úr textum og tónlist í tómu rugli í leikstjórn Trausta Ólafssonar. Sýnt er í Leikhúsinu Funalind 2 og er sýnt kl. 15.00 og aftur kl. 16.30. Sýningin er liður í List án landamæra og er frítt inn á viðburði hátíðarinnar. Lesa nánar: Á mörkunum...

Read More

Boð á Stund á milli stríða

Hugleikur býður félagsmönnum Leikfélags Kópavogs “tveir fyrir einn” tilboð á sýninguna Stund milli stríða sem sýnd er í Tjarnarbíói. Tilboðið gildir fyrir eftirtalin sýningarkvöld: 2. sýning laugardagur 12. apríl kl. 20.00 3. sýning sunnudagur 13. apríl kl. 15.00 4. sýning mánudagur 21. apríl kl. 20.00 Stund milli stríða er nýr íslenskur söngleikur og er sögusviðið Reykjavík millistríðsáranna, sem reynist eiga sér merkilega margar og sláandi hliðstæður í nútímanum. Lesa nánar: Boð á Stund á milli...

Read More