Author: lensherra

Viltu læra leiklist eða leikritun?

Nokkur pláss hafa losnað á tveimur námskeiðum í sumar í Leiklistarskóla BÍL. Annarsvegar er það á Leiklist I sem Ágústa Skúladóttir kennir og hinsvegar Leikritun II sem er í umsjá Karls Ágústs Úlfssonar. Nánar má fræðast um námskeiðin og skólann...

Read More

Leiklistarnámskeið/kynning í Leikhúsinu

Guðrún Sóley sem hefur starfað með leikfélaginu og er nú nemandi í leiklist við Royal Conservatoire of Scotland (betur þekktur sem Royal Scottish) heldur leiklistarnámskeið í Leikhúsinu Funalind 2 á Skírdag, fimmtudaginn 17. apríl. Royal Scottish er einn fremsti leiklistarskóli í Evrópu og námið, BA (Hon) Contemporary Performance Practice, einstakt og eingöngu kennt í þessum skóla. Þetta er fjögurra ára leiklistarnám í sviðslistum, með áherslu á að læra í gegnum persónulega reynslu og miðla til annarra. Námið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi þar sem hver nemandi fer sína eigin leið. Allar upplýsingar um námið er hægt að finna á www.rcs.ac.uk og með því að senda Guðrúnu Sóleyju tölvupóst. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið/kynning í...

Read More

Ert þú á leið í Leiklistarskóla BÍL?

Eins og venjulega mun leikfélagið styrkja félagsmenn til náms í Leiklistarskóla BÍL í sumar. Upphæðin fer eftir fjölda umsækjanda. Skilyrði fyrir styrk eru að viðkomandi sé skuldlaus meðlimur, hafi starfað með félaginu einhverntíma á undanförnum tveimur árum og hyggist starfa með félaginu á næsta leikári. Áhugasamir sendi umsókn um styrk til...

Read More

Viltu taka þátt í gjörningi?

Leikfélaginu hefur borist eftirfarandi beiðni: Í boði er óhefðbundin reynsla á sviði leiklistar í Gerðarsafni í Kópavogi. Um er að ræða gjörning sem nefnist ANDVARP og verður fluttur í 24 daga á sýningu meistaranema í myndlist/hönnun við Listaháskóla Íslands. Myndlistarkona leitar að flytjendum á öllum aldri fyrir Opnunina laugard. 12. apríl kl. 15-18. Gjörningurinn heldur áfram til 11.maí þegar safnið er opið. Flytjendur geta tekið þátt eins og þeim hentar á tímabilinu. Lögð verður áhersla á sterka nærveru og látlaust látbragð gjörningafólks. Þetta er ekki sviðs-verk, krefst ekki orðræðu, búninga eða andlits-farða. Flytjendum gefst kostur á að móta verkið með listakonunni á lokasprettinum. Æfingar verða léttar og ekki tímafrekar. Lesa nánar: Viltu taka þátt í...

Read More

Boð á sýninguna Líf mitt í kassanum

Leikfélag Mosfellssveitar býður félögum í LK á nýtt íslenskt gamanleikrit sem nefnist Líf mitt í kassanum. Verkið var frumsýnt föstudaginn 21. mars síðastliðinn. Leikstjóri verksins er Jóel Sæmundsson og höfundur er Hrafnkell Stefánsson, sem meðal annars er handritshöfundur bíómyndanna Kurteist fólk og Borgríki 1 og 2. Leikfélagið hefur áður sýnt verk eftir þennan höfund en það var gamanleikritið Í beinni árið 2006. Lesa nánar: Boð á sýninguna Líf mitt í...

Read More