Author: lensherra

Leikfélag Kópavogs 50 ára

Leikfélag Kópavogs verður 50 ára þann 5. janúar næstkomandi og af því tilefni efnum við til kvöldskemmtunar í félagsheimili Kópavogs. Þeir sem áhuga hafa á því að vera með innlegg í dagskrána eru beðnir um að senda inn línu á lk@kopleik.is. Dagskráin verður auglýst...

Read More

Dagur stuttverka í Leikfélagi Kópavogs

Næstkomandi sunnudag, þann 3. desember, verða sýnd þrjú stuttverk í hjáleigu Leikfélags Kópavogs. Sýningin hefst klukkan 17. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er fyrir félagsmenn. Á dagskránni eru stuttverk eftir þrjá nýja höfunda hjá Leikfélagi Kópavogs: Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson Ofsaveður eftir Gísla Björn Heimisson Tif eftir Hörð Skúla Daníelsson Miðapantanir eru á midasala@kopleik.is Góða...

Read More

Úrslit í stuttverkasamkeppni BÍL tilkynnt

Verðlaun í stuttverkasamkeppni Bandalags Íslenskra leikfélaga var tilkynnt við hátíðlega athöfn á föstudaginn síðastliðinn. Fyrstu verðlaun hlaut Helga Hreinsdóttir fyrir Undinn upp á þráð-bráð. í öðru til þriðja sæti með jafnan atkvæðafjölda lentu Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson með Kaffi og með því og Hrefna Friðriksdóttir með Einu sinni sem oftar. Til gamans má geta að nemendur í leikritunarnámskeiði Leikfélags Kópavogs voru stórtækir í þessari keppni og var Guðmundur L. Þorvaldsson með tvö verk í keppninni, Hörður S. Daníelsson var einnig með tvö verk í keppninni og Gísli B. Heimisson var með eitt verk í...

Read More

Samlestur á stuttverkum

Næstkomandi þriðjudag kl. 18:30 – 20 verður samlestur á þeim verkum sem leikstjórar völdu til að leikstýra fyrir einþáttungakvöld Leikfélags Kópavogs. Þeir sem hug hafa á því að leika í einhverjum þessara einþáttunga mæta í húsnæði leikfélagsins að Fannborg 2 ef þið hafið áhuga á því að leika en komist ekki á þessum tíma sendið póst á lk@kopleik.is. Leikstjórar að einþáttungum eru: Bylgja Ægisdóttir Gísli Björn heimisson Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Hörður Skúli Daníelsson Stuttverkin sem sett verða upp eru: Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson Jesús getinn eftir Bjarna töframann Ofsaveður eftir Gísla Björn Heimisson Tif eftir Hörð Skúla...

Read More

Samkeppni um merki

Í tilefni 50 ára afmælis leikfélagsins mun Leikfélag Kópavogs standa fyrir samkeppni um nýtt merki félagsins. Í verðlaun fyrir besta merkið fær viðkomandi 15.000 krónur og frítt á allar sýningar félagsins á áfmælisárinu. Stjórn leikfélagsins mun tilkynna úrslit úr samkeppninni þann 30. desember...

Read More