Rúi og Stúi snúa aftur
Barnaleikritið Rúi og Stúi var frumsýnt síðastliðinn vetur í Leikhúsinu í Kópavogi en hætta þurfti sýningum í miðju kafi vegna Covid-19. Leikfélagið tekur nú upp þráðinn að nýju og fyrsta sýning verður 25. sept. næstkomandi. Rúi og Stúi hafa smíðað vél sem getur allt. Hún getur búið til hluti, gert við hluti, gert afrit af hlutum og jafnvel gert nákvæma styttu af bæjarstjóranum. Eða hvað? Vélin bilar, bæjarstjórinn hverfur og dularfull kráka og enn dularfyllri stórþjófur koma öllu í uppnám. Hvað er til ráða annað en að baka sjálfur jólaköku? Fær Bergsteinn aðstoðarmaður sinn ástkæra bæjarstjóra aftur? Tekst Rúa...
Read More