Leikfélagið hefur haldið úti Unglingadeild í mörg ár og er aldurinn að jafnaði miðaður efstu þrjá bekki grunnskóla og fyrsta bekk framhaldsskóla. Sett er upp 1 leiksýning á ári hið minnsta og einnig eru haldin námskeið. Í boði er einnig námskeið fyrir 11-12 ára börn. Barna- og unglingastarfið hefur aðallega verið haldið að hausti. Leikfélagið hefur undanfarin ár sérhæft sig í skapandi hópvinnu og er lögð áhersla á að unglingadeild tileinki sér aðferðir og vinnubrögð því tengd. Áhugasamir geta sent póst á lk@kopleik.is til að fá nánari upplýsingar og einnig er hægt að skrá sig á póstlista félagsins og fá þannig upplýsingar um starfið í tíma.