Leikfélag Kópavogs og Leikfélagið Hugleikur sýna leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur
Lesa nánar: Bingó frumsýnt 14. apríl

Leikfélag Kópavogs og Leikfélagið Hugleikur sýna leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Í leikritinu hittast fimm manneskjur reglulega og spila hinn stórskemmtilega leik – Bingó – sem allir þekkja og svo ótalmargir hafa spilað. Þessar fimm manneskjur bregðast við þeim tölum sem bingóstjórinn kallar upp og dreymir um að vinna stóra vinninginn. Skiptir það ekki mestu máli? Hver og einn verður að spila úr því sem honum er rétt – tölurnar vekja ýmsar minningar og við kynnumst persónunum og örlögum þeirra.

Komdu og við leikum Bingó fyrir þig!
Sýningar eru í Hjáleigunni, Félagsheimili Kópavogs, í Fannborg – hefjast kl. 20:30, nema annað sé tekið fram:
Laugard. 14. apríl Frumsýning – uppselt
Sunnud. 15. apríl 2. sýning
Fimmtud. 19. apríl 3. sýning
Laugard. 21. apríl 4. sýning, kl. 23:00
Sunnud. 22. apríl 5. sýning
Miðvikud. 25. apríl 6. sýning
Mánud. 30. apríl 7. sýning
Þriðjud. 1. maí 8. sýning
Miðvikud. 2. maí Lokasýning
Fimmtud. 3. maí 10. sýning – Aflýst
Föstud. 4. maí 11. sýning – Aflýst
Laugard. 5. maí 12. sýning – Aflýst
Föstud. 11. maí 13. sýning – Aflýst
Sunnud. 13. maí 14. sýning – Aflýst
Föstud. 18. maí 15. sýning – Aflýst

Miðapantanir á hugleikur.is eða í síma 823-9700.
Umfjöllun um sýninguna.