Síðastliðinn fimmtudag urðu tímamót í sögu Leikfélags Kópavogs þegar Unglingadeild félagsins frumsýndi Börn mánans eftir Michael Weller í leikstjórn Sigurþórs Alberts Heimissonar. Listin lætur ekki bíða eftir sér og það sannast í Kópavoginum þessa dagana. Þó smíði nýs leikhús Leikfélags Kópavogs hafi staðið yfir hefur Unglingadeild félagsins æft af fullum krafti undanfarnar vikur í hamarshöggum og sögunargargi innan um þéttull og krossviðarplötur. Afrakssturinn var frumsýndur í hráu leikhúsinu síðastliðinn fimmtudag.

Börn mánans fjallar um hóp ungs fólks sem býr saman í einskonar kommúnu. Í baksviði er Víetnamstríðið og sú ólga sem einkenndi líf ungs fólks á þeim tíma.
Lesa nánar: Börn mánans