Flokkur: Fréttir

Nýliðanámskeið í október

Leiklistarnámskeiði hefur verið frestað í kjölfar þess að neyðarástandi vegna Covid-19 hefur verið lýst yfir af Almannavörnum. Við munum gefa okkur 3 vikur og taka stöðu mála þá. Í október hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 12.000 kr. en skráðir félagsmenn greiða 5.000 kr....

Read More

Unglinganámskeið

LEYNILEIKHÚSIÐ Í SAMSTARFI VIÐ LEIKFÉLAG KÓPAVOGS Leikhús LK, Funalind 2, 201 Kópavogi  skráning í gangi á https://leynileikhusid.felog.is Kl. 16.00-17.00 / 4.-6. bekkur / almennt námskeið Kl. 17.00-18.20 7.-10. bekkur / UNGLINGANÁMSKEIÐ – BIÐLISTI! Kennari: Ástbjörg Rut Jónsdóttir, sviðslistakona Hefst miðvikudaginn 16....

Read More

Nýr og betri leikfélagsvefur

Búið er að uppfæra vef leikfélagsins enda var hann kominn aðeins til ára sinna. Jafnframt fluttum við hann um set í nýja hýsingu. Vefurinn ætti í kjölfarið að vera einfaldari og þjálli í notkun. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að skrá sig á póstlistann okkar og fá fréttir af starfinu. Þó nú sé lítið um að vera vegna Covid munum við snúa tvíefld til baka þegar rofa fer...

Read More

Fjallið 2020

Einar ráðherra þarf að bregðast við slæmri niðurstöðu í skoðanakönnunum og hvað gerir sjóaður pólitíkus þá? Jú, hann hrindir auðvitað í framkvæmd svo stórhuga verkefni að allt annað verður eins og hjóm í samanburðinum.Fjallið er nýtt íslenskt leikverk sem var frumsýnt um liðna helgi. Verkið er eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir. Næsta sýning er mið. 26. feb. kl. 20.00. Miðapantanir eru hér. Félagsmenn eiga sem endranær frímiða á sýningu. Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka...

Read More

Fjallið

Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka mið af niðurstöðum. Stíga niður eða stíga fram. Þegar persónan „Einar ráðherra“ fær afleita niðurstöður úr slíkri könnun rétt fyrir kosningar, er aðeins um eitt að ræða. Að koma með krassandi hugmynd, svo magnaða, að allir kjósendur kikna í hnjánum og kjósa hann aftur. Sumir lofa öllu fögru en aðrir eru menn framkvæmda og láta verkin tala. Slíkur ráðherra er Einar í gamanleikritinu „Fjallið“ eftir Örn Alexandersson sem Leikfélag Kópavogs...

Read More

Á sama bekk – leikdagskrá 2020

Komið og farið eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ibsen. Leikarar Birgitta Hreiðarsdóttir, Ólöf P. Úlfarsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir, leikstjóri Hörður Sigurðarson. Um það sem skiptir máli eftir Jeannie Webb, leikarar María Björt Ármannsdóttir og Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, þýðandi og leikstjóri Sigrún Tryggvadóttir. Á sama bekk eftir Sævar Sigurgeirsson, leikarar Guðný Sigurðardóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson, leikstjóri Hörður Sigurðarson. Lýsing Skúli Rúnar Hilmarsson. Búningar María Björt Ármannsdóttir og leikhópurinn. Sýnt í Leikhúsinu, Funalind 2, fim. 9. janúar kl. 19.30....

Read More

Samlestur á nýju verki 4. des

Boðað er til samlesturs á nýju íslensku leikverki hjá Leikfélagi Kópavogs, miðvikudaginn 4. des. kl. 20:00. Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Æfingar hefjast 6....

Read More

Ertu með í leikþætti?

Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 8. okt. kl. 20.00 í Leikhúsinu. Ætlunin er að kanna áhuga félagsmanna á þátttöku í leikdagskrá sem sýnd verður í nóvember. Hvetjum alla til að mæta hvort sem ætlunin er að stíga á svið eður...

Read More

Spennandi leiklistarnámskeið

Í næstu viku hefst leiklistarnámskeið á vegum félagsins undir stjórn Grímu Kristjánsdóttur. Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á persónusköpun og undirbúning leikara fyrir hlutverk í hverskonar leikverkefnum. Fyrri vikuna verður farið í æfingar sem kallast object exercise sem eru æfingar í persónusköpun og seinni vikuna verður farið í senu vinnu með persónunum sem búið er að vinna með fyrri vikuna. Gríma Kristjánsdóttir er kennari námskeiðsins, en hún lærði leiklist í CISPA í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2016. Hún hefur leikið víða, bæði í leikhúsi og kvikmyndum og kennt námskeið í leiklist í nokkur ár. Námskeiðið verður í 6 skipti...

Read More

Barna- og unglinganámskeið

Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er nú með námskeið í samstarfi við Leikfélag Kópavogs á haustönn 2019. Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/  Leikhúsið Funalind 2, húsnæði LEIKFÉLAGS KÓPAVOGS Á MIÐVIKUDÖGUM / hefst 18. september Kl. 16.00-17.00 4.-6. bekkur / almennt námskeið Kl. 17.00-18.20 7.-10. bekkur / UNGLINGANÁMSKEIÐ. Skráning í gangi á vef Leynileikhússins. Almenn námskeið; Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi.  Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði. Lokasýningin...

Read More
Loading