Flokkur: Leiksýning

Ferðin til Limbó

Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekkasta verkið í laginu Sé tunglið allt út tómum osti. Miðasala er á Tix.is. Leikarar og aðstandendur sýningar eru: Maggi mús: Gisli Björn Heimisson Malla mús:...

Read More

Þjófar og lík eftir Dario Fo

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítalskri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Leikþættirnir eru:   Lík til sölu Leikstjórn: Örn Alexandersson Persónur og leikendur: Sá hífaði – Guðný Sigurðardóttir Faðirinn – Ellen Dögg Sigurjónsdóttir Marco – Þórdís Sigurgeirsdóttir María – Birgitta Björk...

Read More

Rúi og Stúi 2021

Frumsýnt 14. mars í Leikhúsinu Funalind 2.  Höfundar: Örn Alexandersson og Skúli Rúnar HilmarssonLeikstjóri: Gunnar Björn GuðmundssonLeikmynd: Þorleifur Eggertsson, Frosti Friðriksson og Örn AlexanderssonBúningar: María Björt Ármannsdóttir og Marín Mist MagnúsdóttirFörðun: Vilborg Árný ValgaðrsdóttirLýsing: Skúli Rúnar HilmarsosnHljóð: Hörður SigurðarsonLög og textar: Örn Alexandersson, Ingvar Örn Arngeirsson og Selma Rán LimaHljóðfæraleikur, upptaka og hljóðblöndun: Ingvar Örn Arngeirsson Tæknikeyrsla: Hjördís Berglind Zebitz og Marín Mist Magnúsdóttir Leikskrá, veggspjald og myndir: Einar Þór Samúelsson Leikarar: Rúi: Guðlaug Björk EiríksdóttirStúi: Ingvar Örn ArngeirssonBergsteinn: Stefan BjarnarsonKona Bergsteins: María Björt ÁrmannsdóttirBæjarstjóri: Ellen Dögg SigurjónsdóttirPrófessor: María Sigríður Halldórsdóttir Þjófur: Selma Rán LimaKráka: Björg Brimrún Sýningarstjórar:Þórdís Sigurgeirsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Hlín Ágústsdóttir. ...

Read More

Fjallið 2020

Einar ráðherra þarf að bregðast við slæmri niðurstöðu í skoðanakönnunum og hvað gerir sjóaður pólitíkus þá? Jú, hann hrindir auðvitað í framkvæmd svo stórhuga verkefni að allt annað verður eins og hjóm í samanburðinum.Fjallið er nýtt íslenskt leikverk sem var frumsýnt um liðna helgi. Verkið er eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir. Næsta sýning er mið. 26. feb. kl. 20.00. Miðapantanir eru hér. Félagsmenn eiga sem endranær frímiða á sýningu. Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka...

Read More

Á sama bekk – leikdagskrá 2020

Komið og farið eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ibsen. Leikarar Birgitta Hreiðarsdóttir, Ólöf P. Úlfarsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir, leikstjóri Hörður Sigurðarson. Um það sem skiptir máli eftir Jeannie Webb, leikarar María Björt Ármannsdóttir og Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, þýðandi og leikstjóri Sigrún Tryggvadóttir. Á sama bekk eftir Sævar Sigurgeirsson, leikarar Guðný Sigurðardóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson, leikstjóri Hörður Sigurðarson. Lýsing Skúli Rúnar Hilmarsson. Búningar María Björt Ármannsdóttir og leikhópurinn. Sýnt í Leikhúsinu, Funalind 2, fim. 9. janúar kl. 19.30....

Read More

Tom, Dick & Harry 2018

Smygl, sundurlimuð lík og ólöglegir innflytjendur var ekki beint það sem Tom og Linda sáu fyrir sér, nú þegar von er á konunni frá ættleiðingarstofunni til að taka út aðstæður á heimilinu. Leikfélag Kópavogs frumsýnir tryllingsfarsann Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney í þýðingu Harðar Sigurðarsonar.  Tom og Linda gera sér vonir um að ættleiða barn og eiga von á konu frá ættleiðingarstofunni til að taka út aðstæður. Þau vilja auðvitað sýna frú Potter sitt allra besta en yngri bræðrum Tom, þeim Dick og Harry, tekst rækilega að klúðra fyrir þeim málum. Tóbakssmygl, ólöglegir innflytjendur og sundurlimuð lík...

Read More

Fróði og allir hinir grislingarnir 2018

„Í húsinu á horninu á heima skrýtið fólk …“ – svona hefst upphafssöngur leikritsins Fróði og allir hinir grislingarnir eftir Ole Lund Kirkegaard sem Leikfélag Kópavogs frumsýnir 3. mars 2018. Og þetta er vægt til orða tekið! Í téðu húsi búa m.a. ástsjúkar ungfrúr, geðstirður kall og kátir krakkar sem finna upp á ýmsu sem fullorðna fólkinu finnst að þau ættu bara alveg að láta eiga sig. En þegar skelfileg innbrotaalda ríður er brýnt að allir snúi bökum saman og klófesti þjófinn á hlaupahjólinu! Og þá reynast Fróði og félagar betri en enginn. Sagan um Fróða og alla hina...

Read More

Draumaliðið 2017

Unglingadeild leikfélagsins frumsýnir á þriðjudag, 28. nóv. leikritið Draumaliðið. Leikritið hefur verið unnið í hópvinnu á námskeiði frá byrjun september undir handleiðslu tveggja kennara. Hópurinn hefur unnið mjög opið með hugmyndir um drauma og martraðir og úr hefur orðið leikritið Draumaliðið. Leiksýningin hefst kl. 18.00 og er ókeypis inn en panta þarf miða hér. Leikhópurinn samanstendur af unglingum frá 12 ára aldri. Í ár er eldri og yngri hóp blandað saman og úr verður skemmtilega fjölbreyttur og breiður hópur. Leiðbeinendur á námskeiðunum og leikstjórar Draumaliðsins eru þau Gríma Kristjánsdóttir og Guðmundur L....

Read More

Snertu mig ekki- snertu mig! 2017

Fyrir ári síðan var leikritið Snertu mig – ekki! frumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs og höfðu margir áhorfendur orð á því að þeir vildu fá að vita meira um afdrif þeirra hjóna og vinkonu þeirra. Eða eins og fram kom í niðurlagi leikdóms hjá Árna Hjartasyni á leiklist.is. „Áhorfendur klöppuðu leikurum, leikstjóra, höfundi og öllum aðstandendum lof í lófa í lok sýningar og voru sýnilega ánægðir með þessa kvöldstund. Það var undirritaður einnig en hefði þó alveg verið til í að sitja lengur og sjá meira af þessum ágætu hjónum í Kópavoginum og vinkonunni kæru og vandamálum þeirra“. Leikhópurinn ákvað...

Read More

Svarti kassinn 2017

Svarti kassinn, nýtt frumsamið leikverk, verður frumsýnt föstudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Leikhúsinu. Verkefnið er samsköpunarverkefni í leikstjórn Ágústu Skúladóttur og hefur verið í vinnslu með hléum síðan i nóvember. Hvað er svarti kassinn? Er svarti kassinn Pandórubox? Er hann leikhús? Er hann lífið sjálft? Réttu barni kassa og það reynir að opna hann. Réttu því fleiri kassa og barnið byggir turn. Forvitnin, þekkingarþráin og sköpunarþörfin er inngróin og við viljum rannsaka, uppgötva, eiga og nota það sem við finnum. Manneskjunni virðist skapað að skapa til góðs eða ills. Við stöndumst ekki freistinguna að opna. Gægjumst saman ofan...

Read More

Líf, dauði og lygar 2017

Sunnudaginn 29. jan. kl. 20.00 verður frumsýning á stuttri leikdagskrá sem ber yfirheitið Líf, dauði og lygar. Dagskráin samanstendur af þremur leikþáttum, einum íslenskum og tveimur erlendum. Íslenski leikþátturinn er Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Arnfinns Daníelssonar. Erlendu þættirnir eru Blint stefnumót eftir Samara Siskind og Sjóðandi fólk eftir Jonathan Yukich, báðir í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Skúli Rúnar Hilmarsson sér um lýsingu og Sara Dögg Davíðsdóttir um förðun. Miðapantanir eru á www.kopleik.is og miðaverð er 1.000 kr.    ...

Read More

Þrautirnar þrjár 2016

Þrautirnar þrjár er samsköpunarverkefni á vegum Unglingadeildar leikfélagsins. Hópurinn samanstendur af þátttakendum á tveimur námskeiðum sem verið hafa í gangi síðan í byrjun september 2016. Annarsvegar hjá yngri hóp sem er 11-12  ára og hinsvegar eldri hóp sem í eru 13 ára og eldri. Leiðbeinendur á námskeiðunum og leikstjórar Þrautanna þriggja eru þau Gríma Kristjánsdóttir og Guðmundur L. Þorvaldsson er verkið samið í hópvinnu undir stjórn þeirra.  Fullur salur áhorfenda fagnaði leikhópnum að lokinni sýningu. Á myndinni má sjá leikhópinn og leikstjórana tvo.  Í hópinn vantar Elías Mána...

Read More
Loading