Þjófar og lík eftir Dario Fo
Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítalskri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Leikþættirnir eru: Lík til sölu Leikstjórn: Örn Alexandersson Persónur og leikendur: Sá hífaði – Guðný Sigurðardóttir Faðirinn – Ellen Dögg Sigurjónsdóttir Marco – Þórdís Sigurgeirsdóttir María – Birgitta Björk...
Read More