Flokkur: Skýrslur stjórnar

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2018-2019

Leikárið byrjaði með látum en ákveðið var á vordögum 2018 á setja upp nýjan og spennandi farsa. Leikárið eftir áramót var heldur rólegra, en starfsemin fjölbreytt og fastir liðir á sínum stað. Framkvæmdastjóri hússins Það fyrirkomulag að hafa framkvæmdastjóra leikhússins hefur reynst það vel að stjórn ákvað að framlengja samningnum þriðja árið í röð. Framkvæmdastjóri sér um það sem viðkemur húsinu sjálfu og samskipti við þá aðila og hópa sem fá inni í Leikhúsinu. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag komið til að vera. Framkvæmdir innanhúss Mikið var rætt um að fara í framkvæmdir innanhúss en minna gert, enda nýbúið að taka vel í gegn á neðri hæð hússins. Þetta virðist vera verkefnið endalausa. Draumurinn er að ráðast í framkvæmdir í leikararými á efri hæðinni. Skoðaðar voru gamlar teikningar af skipulagi rýmisins og uppi eru hugmyndir að betrumbæta aðstöðuna þar á næstunni. Götuleikhúsið Götuleikhúsinu býðst aðstaða í Leikhúsinu í júní og júlí. Sem fyrr var umgengni til fyrirmyndar og engin vandamál komu upp Farsinn Tom, Dick og Harry Í lok ágúst hófst samlestur á farsanum Tom, Dick og Harry í þýðingu og leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Það gekk vonum framar að manna í 9 manna farsa og færri komust að en vildu. Æfingar gengu vel, eins hönnun leikmyndar sem var í höndum Maríu B. Ármannsdóttir sem hafði nýlokið námskeið í sviðsmynda og búningahönnun hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga með styrk frá...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2017- 2018

Enn einu viðburðarríku leikári hjá Leikfélaginu er lokið. Sem fyrr var starfsemin fjölbreytt og skemmtileg. Leiklistarskóli Bandalagsins Að þessu sinni fóru tveir einstaklingar frá Leikfélagi Kópavogs til að nema leiklistina í Leiklistarskóla BÍL í júní 2017. Að venju styrkti leikfélagið félagsmenn að hluta til að bæta menntun sína á sviði leiklistar og mun svo verða áfram. Stjórn telur það afar mikilvægt að styrkja virka félagsmenn með þessu móti og efla þannig innra starf leikfélagsins Götuleikhúsið Götuleikhúsið kom inn að venju í byrjun júní. Sem fyrr var umgengni til fyrirmyndar og engin vandamál  komu upp. Óperudagar Í júní voru óperudagar haldnir í Kópavogi og leigði leikfélagið út húsið til afnota af því tilefni.  Snertu mig ekki – snertu mig! Snertu mig ekki  – snertu mig! er framhald af sýningunni Snertu mig! sem var sýnd á síðasta leikári. Vegna fjölda áskorana frá áhorfendum sem vildu vita meira um afdrif persónanna settist höfundur niður og skrifaði framhald.  Sýningunni var vel tekið og fékk mjög góða dóma. Höfundur er Örn Alexandersson og leikstjóri var Sigrún Tryggvadóttir.  Frumsýnt var í september. Alls var sýnt sjö sinnum og aðsókn var góð. Leiklistarnámskeið fyrir krakka Eins og áður bauð félagið upp á sín árlegu námskeið fyrir krakka undir  styrkri leiðsögn Guðmundar L. Þorvaldssonar og Grímu Kristjánsdóttur. Þátttaka var dræm og þurfti að sameina yngri og eldri hóp í einn.  Spurning um ástæður þessa, en nú er...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2016-2017

Almennt Leikfélagið fagnaði 60 ára afmæli á þessu leikári og því var starfsemin óvenju viðamikil að þessu sinni. Frumsýndar voru meðal annars þrjár frumsamdar leiksýningar. Flestir virðast vera sammála um að vel hafi tekist til. Framkvæmdastjóri Stjórn leikfélagsins samþykkti í upphafi leikárs þá nýjung að ráða Hörð Sigurðarson framkvæmdastjóra hússins. Hann hefur meðal annars séð um það sem viðkemur húsinu sjálfu og er tengill við hópa sem fá inni. Þetta hefur reynst einkar vel og hefur stjórn hug á að hafa sama fyrirkomulag á næsta leikári. Leiklistarskóli Bandalagsins Að þessu sinni sóttu þrír nemendur skólann frá Leikfélaginu í júní 2016. Eins og áður styrkti félagið nemendur með smá upphæð. Það er stefna félagsins að auðvelda félagsmönnum að sækja námskeiðin með því að styrkja þá að hluta og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Eins og áður var hópur frá Götuleikhúsinu í samvinnu við vinnuskóla Kópavogs í húsinu í júní og júlí. Engir hnökrar voru á veru þeirra í húsinu og umgengni til fyrirmyndar. Snertu mig – ekki! Fyrsta frumsýning leikársins var um miðjan september á verkinu Snertu mig – ekki! eftir Örn Alexandersson í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur. Alls voru átta sýningar á verkinu og aðsókn var góð. Leitin að sumrinu Önnur frumsýning leikársins fylgdi fast í kjölfarið, en barnaleikritið Leitin að sumrinu var frumsýnd í október. Þrír gamalreyndir félagar úr leikfélaginu þeir Guðmundur L. Þorvaldsson, Ástþór Ágústsson og Magnús Guðmundsson...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2015-2016

Almennt Eftir eitt viðamesta leikár frá upphafi á síðasta leikári var öllu rólegra yfir starfseminni nú í ár. Fjölmörg verkefni hafa þó verið í gangi og mun afraksturinn m.a. koma í ljós í haust. Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2015 sóttu 3 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er nú kominn inn að nýju. Á rúmsjó Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Örn Alexandersson stýrði fimm leikurum í absúrdverkinu Á rúmsjó eftir Slavomir Mroszek. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við þokkalega aðsókn. Barna- og unglinganámskeið Hefðbundin starfsemi unglingadeildar fór fram september til nóvember. eins og venjulega. Eins og árið áður voru tveir hópar að störfum, 11-12 ára og 13-16 ára. Leiðbeinandi var Guðmundur L. Þorvaldsson og honum til halds og trausts var Guðlaug Björk Eiríksdóttir. Ástþór Ágústsson kom einnig við sögu í byrjun námskeiða þar sem Guðmundur var að leikstýra úti á landi. Þáttaka var með ágætum og samtals voru 20 þátttakendur á námskeiðunum tveimur. Yngri hópur mætti vikulega í 1 klst. í senn, 10 sinnum alls en sá eldri jafnoft en í...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2015-2016

Almennt Eftir eitt viðamesta leikár frá upphafi á síðasta leikári var öllu rólegra yfir starfseminni nú í ár. Fjölmörg verkefni hafa þó verið í gangi og mun afraksturinn m.a. koma í ljós í haust. Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2015 sóttu 3 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er nú kominn inn að nýju. Á rúmsjó Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Örn Alexandersson stýrði fimm leikurum í absúrdverkinu Á rúmsjó eftir Slavomir Mroszek. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við þokkalega aðsókn. Barna- og unglinganámskeið Hefðbundin starfsemi unglingadeildar fór fram september til nóvember. eins og venjulega. Eins og árið áður voru tveir hópar að störfum, 11-12 ára og 13-16 ára. Leiðbeinandi var Guðmundur L. Þorvaldsson og honum til halds og trausts var Guðlaug Björk Eiríksdóttir. Ástþór Ágústsson kom einnig við sögu í byrjun námskeiða þar sem Guðmundur var að leikstýra úti á landi. Þáttaka var með ágætum og samtals voru 20 þátttakendur á námskeiðunum tveimur. Yngri hópur mætti vikulega í 1 klst. í senn, 10 sinnum alls en sá eldri jafnoft en í...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2014-2015

Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2014 sóttu 8 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Þar sem aðalfundur er haldinn seinna í ár en venjulega er einnig hægt að upplýsa að í ár sóttu 3 félagsmenn námskeið í skólanum. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er svo kominn inn að nýju og skemmtilegt frá því að segja að umsjónarmenn eru báðir fyrrverandi meðlimir í unglingadeild leikfélagsins. Elskhuginn Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Þar var á ferð ekkert minna en Elskhuginn eftir Nóbelskáldið Harold Pinter. Örn Alexandersson stýrði Arnfinni og Önnu Margréti í þessu margslungna verki. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við ágæta aðsókn og góðar undirtektir. Gagnrýnandi sagði m.a. að hér væri á ferðinni “… prýðileg sýning sem áhugafólk um leiklist og leikhús ætti ekki að missa af.” Stuttverkahátíð NEATA Óvænt barst félaginu beiðni um að halda Stuttverkahátíð NEATA laugardaginn 4. október. Fyrirvarinn var aðeins nokkrir dagar en samhentur hópur þeirra Skúla, Klæmint og Harðar skipulagði og sá um sviðssetningu 15 leikþátta, þriggja frá Færeyjum og 12 frá Íslandi. Trúðurinn Sessa, góð vinkona Ernu Bjarkar sá um kynningar og...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2013-2014

Leikárið er nú á enda og margt hefur á dagana drifið. Átta félagsmenn sóttu Leiklistarskóla BÍL á Húnavöllum í júní á síðasta ári á námskeiðum í leiklist, leikstjórn og leikritun. Lítur út fyrir að svipaður fjöldi verði í skólanum í ár. Félagið styrkir félagsmenn að hluta í námið enda teljum við að það sé félaginu í hag að auðvelda félagsmönnum slíkt. Töluverðar breytingar voru gerðar á starfsemi yngri félagsmanna. Eins og undanfarin ár rákum við unglingadeild fyrir áramót en þó voru gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomulagi. Í stað þéttrar dagskrár í styttri tíma var ákveðið að lengja tímabilið og bjóða námskeið einu sinni í viku, 2 tíma í senn í 10 vikur samtals. Að námskeiði afloknu var unnið þéttar í 2 vikur til að koma upp leiksýningu sem sá dagsins ljós í lok nóvember undir heitinu Kemurr’ ádeit? Sýningin lukkaðist vel og var sýnd þrisvar sinnum. Þar með er þó ekki sagan öll sögð því stjórn ákvað að bjóða einnig upp á námskeið fyrir 11-12 ára börn. Fyrirkomulagið var svipað og hjá þeim eldri, þ.e. einn tími á viku í 10 vikur en þó aðeins 1 klst. í senn. Í síðasta tíma var foreldrum boðið að sjá afrakstur námskeiðsins og gerðu góðan róm að. Eins og undanfarin ár sá Ástbjörg Rut Jónsdóttir um kennslu og leikstjórn. Ætlunin var að bjóða upp á byrjendanámskeið fyrir leikara eins og undanfarin ár...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2012-2013

Frá opnun leikhússins að Funalind fyrir fimm árum hefur starfsemi leikfélagsins vaxið ár frá ári. Nýliðið leikár var engin undantekning frá því enda hófst það snemma með sýningu á Hringnum í Þjóðleikhúsinu í júní. Því ævintýri var alls ekki lokið því í október skundaði hópurinn til Rokiskis í Litháen og tók þar þátt í Interrampa leiklistarhátíðinni.Vorum við þar í hópi nokkurra leikhópa frá Litháen auk sýninga frá Armeníu og Hollandi og einnig tóku listamenn frá Póllandi og Rússlandi þátt. Unglingadeildin hóf störf í október undir stjórn Ástbjargar Rutar Jónsdóttur. Byrjað var á námskeiði og síðan tekið til við að æfa upp heimasmíðaða leiksýningu. Hún leit dagsins ljós í nóvember og bar heitið Milli tveggja heima.Var þar á ferðinni falleg saga um reynsluheim unglingsins, skemmtilega flutt af 12 manna hópi. Sýnt var 4 sinnum. Hörður Sigurðarson hélt framhaldsnámskeið í september og október fyrir þá sem verið höfðu á byrjendanámskeiði árið áður. Sá hópur ásamt nokkrum til viðbótar æfði síðan upp nokkra leikþætti sem forsýndir voru á Stjörnuljósakvöldi þ. 5. janúar sem er afmælisdagur félagsins. Voru þar 4 leikþættir sýndir undir samheitinu Harmur, hundar og hýrar konur. Einn þáttur var eftir Örn Alexandersson sem einnig leikstýrði en Hörður leikstýrði tveimur eintölum eftir Dario Fo og Franca Rame og að auki Girnd á Geirsnefi eftir Dennis Schebetta. Samtals var sýnt 4 sinnum í janúar og febrúar fyrir fullu húsi. Eintölin tvö í...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2011-2012

Einu viðburðaríkasta ári í sögu leikfélagsins er að ljúka. Starfsemin hefur verið meiri en nokkru sinni síðan við fluttum í Funalindina og gestakomur einnig tíðari en áður. Í september og október stóð félagið fyrir tveimur námskeiðum. Rúnar Guðbrandsson hélt námskeið í leiktækni sem 6 manns skráðu sig á. Eitthvað kvarnaðist þó úr hópnum og því miður nýttist námskeiðið ekki eins og lagt var upp með sem var mikil synd enda Rúnar með afbrigðum öflugur kennari. Þá hélt Hörður Sigurðarson byrjendanámskeið í leiklist og voru 7 þátttakendur á því. Að afloknu byrjendanámskeiði voru síðan settir upp 4 leikþættir sem sýndir voru í nóvember undir heitinu Ferna. Tókust þeir vel og voru sýningarnar þrjár vel sóttar. Unglingadeild félagsins setti upp nýtt heimasmíðað verk sem bar nafnið Vertu úti og var þar unnið upp úr íslenskum þjóðsögum og ævintýrum á nýstárlegan hátt. Eins og árið áður var Gríma Kristjánsdóttir leiðbeinandi hópsins og skilaði hún góðu starfi. Vertu úti var sýnt 3 sinnum við ágæta aðsókn. Í desember var haldinn undirbúningsfundur fyrir stóra verkefni vetrarins. Var þar unnið út frá hugmynd frá Herði og Sváfni Sigurðarsonum og hafði verkið vinnuheitið Hringurinn sem varð svo reyndar með tímanum heiti sýningarinnar. Hugmyndavinna hafði þá staðið yfir í nokkra mánuði ásamt Hrefnu Friðriksdóttur sem skrifaði að lokum handrit sem unnið var eftir. Æfingar hófust í byrjun janúar og frumsýnt var 26. febrúar. Tólf leikarar tóku þátt...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2010-2011

Enn eitt leikárið er að baki. Það hófst fyrr en venjulega þar sem sýningin Umbúðalaust var valin til að vera opnunarsýningin á NEATA leiklistarhátíðinni á Akureyri í ágúst á síðasta ári. Ekki aðeins var það heiður fyrir okkur að opna hátíðina heldur vorum við ekki síður stolt af því að vera fyrsta opinbera sýningin í hinu nýja og stórglæsilega menningarsetri Norðlendinga, Ho . Sýningunni fyrir norðan var áka ega vel tekið og okkar fólk var til sóma á allan hátt, á sviði sem utan þess. Gagnrýnendur luku lofsorði á Umbúðalaust og mál manna að sýningin hefði sómt sér vel sem opnunarsýning hátíðarinnar. Unglingadeildin okkar hóf störf í september undir stjórn Grímu Kristjánsdóttur. Eftir stutt og snarpt nám- skeið þar sem farið var í grunnatriði hópvinnu í leikhúsi hóf fríður hópur 6 unglinga, æ ngar á nýju frumsömdu verki. Það hlaut nafnið Beðið eftir græna kallinum og var þemað græðgi og undirferli. Það verður að segjast að leikstjóra og hóp tókst einstaklega vel upp og áhorfendur sáu áhrifamikla og skýra sögu með einföldum og sterkum boðskap sem krydduð var dágóðum skammti af húmor. Unglingarnir lögðu einnig land undir fót og fóru í leikferð austur á Sólheima í jólamánuðinum og sýndu eina sýningu þar. Var þeim vel tekið af íbúum og gestum staðarins. Stjórn hefur þegar átt viðræður við Grímu um framhald á star hennar með Unglingadeild og er allar líkur...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2009-2010

Öðru starfsári Leikfélagsins í Leikhúsinu við Funalind er nú að ljúka. Annar bragur hefur verið á starfseminni nú en á fyrsta árinu, þegar leiksýningar voru settar upp nánast samhliða því sem húsið var smíðað. Leikhúsið okkar er enn nokkuð frá því að vera fullbúið en það mjakast þó hægt fari. Eftir blóð, svita og tár fyrsta leikárið hafa framkvæmdir verið með rólegra móti í vetur en þó hefur margt verið unnið og húsið færist sífellt nær því að vera eins og við hugsuðum það í upphafi. Stjórn félagsins hefur þurft að sýna ráðdeild og hagsýni með það litla fjármagn sem við höfum úr að spila og sett eins mikla fjármuni í framkvæmdir og unnt er án þess að það komi um of niður á verkefnum leikársins. Fyrsta verkefni leikársins var að taka upp að nýju sýningar á Rúa og Stúa sem sýndir voru vorið 2009 við ágætar undirtektir þrátt fyrir að lítið væri lagt í kynningu. Í tengslum við sýninguna var farið af stað með samstarf við Kópavogsdeild Rauða krossins um kynningu á sýningunni. Kópavogsdeildin hafði samband við okkur í maí 2009 og viðraði hugmyndir um samstarf og ákveðið var að láta reyna á það um haustið með því að þau sæju um kynningu á sýningunni í leik- og grunnskólum og fengju í staðinn þriðjung af innkomu. Því miður verður að segjast að fyrirkomulagið gafst ekki nógu vel. Kynningin...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2008-2009

Eitt merkilegasta leikár í sögu Leikfélagsins er nú að baki. Aðalverkefni nýrrar stjórnar sem tók við í júní 2008 var að ljúka framkvæmdum í húsnæðinu í Funalind 2 svo hægt væri að opna nýtt leikhús þá um haustið. Þó margt hefðoi verið framkvæmt á undanliðnum vetri var þó óravegur frá því að húsið væri farið að nálgast sýningarhæft ástand. Mesta vinnan til að svo mætti vera fór fram á tímabilinu frá júní 2008 fram að frumsýningu á Skugga-Sveini í október. Margt varð til að tefja framkvæmdir og má þar meðal annars nefna að vegna skorts á geymslurými fór mikill tími í að færa leikmuni, búninga, tæki og aðrar lausaeignir félagsins á milli staða í húsinu til að hægt væri að vinna. Þegar tilteknum framkvæmdum var lokið í einu horni hófust flutningarnir að nýju svo hægt væri að vinna í því næsta. Svona gekk það fyrir sig nánast fram á síðasta dag og kostaði félaga mikinn tíma og orku. Einnig auðveldaði það ekki málið að síðustu vikurnar fyrir opnun var samhliða framkvæmdum verið að æfa upp opnunarsýninguna og eftir á að hyggja er með ólíkindum hve mikið þolgæði leikhópurinn sýndi við að æfa innan um timburafganga í sagi og gipsryki. Margir lögðu hönd á plóginn, sérstaklega á síðustu dögunum fyrir opnun og er þeim hér með þakkað fyrir sitt framlag. Opnun og frumsýning Sunnudaginn 19. október var Leikhúsið að Funalind...

Read More
Loading